Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 174
174
N ORÐURLJ ÓSIÐ
Fyrirspnrn frú Lárn heitinnar
Ágústsdóttur
Fyrirspurn hennar átti sér nokkum aðdraganda.
Ég kom til þeirra hjóna, Steingríms Sigursteinssonar og Láru,
fyrir 4—5 árum. Ræddum við trúmál af fullri vinsemd. Sýndi hún
mér þá, að á veggnum yfir rúmi hennar hékk stór mynd af frelsar-
anum, hafði hún látið stækka hana. Þar var einnig mynd af honum
með börn við kné sér. Á veggnum hé'kk einnig kross, er sýndi hann
krossfestan. Man ég, að ég sagði við hana þá, að eitt væri betra en
það að hafa mynd af Kristi við rúmið sitt; það, að hafa hann í
hj artanu.
Svo í vetur kom ég til þeirra hjónanna aftur, ákveðinn að ræða
ekki um neitt nema frelsarann og orð Guðs. Við það tækifæri gerð-
ist atvikið, sem sagt er frá hér að framan á bls. 51—52.
Síðast kom ég nokkuð snemma í janúar. Þá var það, er við
ræddum saman, að hún spurði, hvernig tekið væri á móti Kristi.
Ég ákvað að svara þeirri spurningu bréflega. Hún var orðin sjúk
og þreytt og talaði um að fara að re'ka þær konur burt, sem væru
að koma til hennar með vandamál sín. Ég sagði þá eitthvað á þessa
leið: „Þetta skaltu ekki gera, segðu þeim heldur að fara með öll
sín vandamál til Jesú.“ „Þetta skal ég gera, þetta skal ég gera,“
mælti hún glöð.
Ég hafði rætt við þau hjón um nokkrar kenningar heilagrar ritn-
ingar, sem ganga mest í berhögg við guðspeki og andatrú. Ég var
ekki viss um, að sannleikur þessara kenninga hefði komizt nógu
djúpt í huga og hjarta frú Láru eða þeirra heggja. Þess vegna varð
svar mitt við spurningunni eins og það er. Ég kom svarinu til
hennar nokkrum dögum síðar, en þá var hún aðeins ófarin í sjúkra-
húsið. En þaðan átti hún ekki afturkvæmt.
• '■ ' ' •=■'! pr ’JW'W :!*r11 V ' ’y: t ’-Tnwrj
„HVERNTG ER TEKTf) A MÓTT KRTSTT?“
Áður en spurningu þessari er svarað, þarf að gera sér sem bezt
grein fyrir því, hvers vegna þarf aS taJea á móti honum. Þess er þörf,
af „því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Róm. 3. 23).
Syndin útilokar menn frá Guði. „Það eru misgjörðir yðar, sem