Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 131
N ORÐURLJ ÓSIÐ
131
liðugir, þegar þeir hoppuðu um kring, og þegar þeir sveifl-
uðu sér í trjánum með ótrúlegum fimleika. Hann mundi eftir
einum, sem var með lítinn unga. Hann hékk undir kviði móð-
ur sinnar með armana um háls hennar, meðan hún þaut á
íieygiferð upp í topp á tré. Hann mundi þetta allt vel.
„Manstu eftir því, þegar við komum heim nokkrum dög-
um síðar, að þú komst þjótandi inn og sagðir, að kisa hefði
eignazt kettlinga. Þeir voru svo hrífandi, að þeir voru nærri
ómótstæðilegir. Við urðum að fara út og sjá kettlingana.
Kisa varð ekkert glöð yfir því. Hún móðgaðist svo mikið,
að hún fór undir eins að flytja kettlingana á öruggari felu-
stað. Manstu eftir því, hvernig kisa flutti kettlingana sína?“
Slík spurning móðgaði Ólaf, eins og hann gæti ekki mun-
að það.
„Kisa tók í hnakkann á kettlingunum og lagði þá svo niður
þar, sem hún vildi láta þá liggja,“ sagði hann.
„Getur þú gert þér ljóst, hvers vegna ég minni þig á þessi
tvö atvik?“
Það gat Ólafur ekki.
„Þú spurðir áðan, hver væri munurinn á kristinni trú og
múhameðstrú. Nú getur þú sagt mér, hvaða munur er á
kattartaki og apataki, þegar þeir þurfa að flytja ungana
sína.“
Ólafur rak upp stór augu. Hvað ætlaðist pabbi hans fyrir
með þessum undarlegu spurningum.
„Apaunginn varð sjálfur að halda sér í móður sína, með-
an hún hljóp með hann, en kisa hélt á sínum kettlingum í
munninum,“ svaraði hann.
„Þetta er einmitt mismunurinn,“ svaraði faðir hans, „þetta
er einmitt mismunurinn á kristinni trú og trúarbrögðum.
Sjáðu, drengur minn, trúarbrögðin eru það, að maðurinn
heldur sér í Guð, en kristin trú er það, að Guð ber okkur
yfir allar torfærur, allt. Hann elskar okkur og vill fúslega,
að við komum heim til hans.“