Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 74
74
NORÐURLJ ÓSIÐ
að hliðinu, sem lá til hesthúsanna, er hann heyrði, að rólusætið var
á hreyfingu. Arrisult fólk var sjaldséð í Larners húsinu, svo að hann
stanzaði, sneri sér við til að athuga, hvaða hrekkjabragð tvíburarn-
ir ætluðu nú að gera.
Samt sem áður, þetta voru ekki tvíburarnir, heldur Nora. Hún sat
þar, rólaði sér og hallaöi sér aftur á bak. Opin bók lá í skauti henn-
ar. Hún var í djúpum hugleiðingum og vissi alls ekki, hve fögur
mynd hún var, er sólin skein á ljósa hárið hennar og litríkan kjól-
inn. Hann stóð og horfði á hana andartak, unz hún Ieit upp og varð
vör við nálægð hans.
„Góðan daginn, ungfrú Raines, þér farið snemma á fætur.“
Þannig heilsaði hann Noru.
„Ég fer alltaf snemma á fætur,“ sagði hún og brosti. „Er ég var í
skóla, þá var það til að leysa verkefni kvöldsins áður. í sjúkrahús-
inu var það morgunvaktin. í kennaraskólanum til að búa mig undir
kennslu, og nú er það til að vera einu stökki á undan bekknum, sem
ég kenni.“ Hún þagnaði og bætti síðan við: „Gjörðu svo vel að
kalla mig Noru. Það hljómar einkennilega, að einhver í fjölskyldu
Völdu kallar mig ungfrú Raines. Auk þess gæti ég alls ekki kallað
þig herra Larner, er ég hefi heyrt þig kallaðan James í 10 ár!“
James brosti til hennar. Honum geðjaðist vel þessi glaðlega
kennslukona. „Ég á líka erfitt með að muna mínar kurteisisvenjur
af sömu ástæðu,“ sagði hann og hló líka. „Ég er að bregða mér á
hestbak, viltu koma með?“
„Nei, þökk fyrir,“ sagði hún svo áköf, að hann hló aftur.
„Ég skil það svo, að þú notir ekki hesta fremur en áfengi.“
Hún kinkaði kolli til samþykkis. „Ég átti ekki kost á því, þegar
ég var ung og þori ekki að læra það núna. En þú mátt ekki láta mig
tefja þig. Það er að verða svo heitt.“
Um leið og hann sneri sér við, leit hann á heiti bókarinnar, sem
hún var að lesa. Hann var undrandi enn, er hann sveiflaöi sér í
hnakkinn. „Biblía,“ sagði hann, „hún var að lesa biblíu. Jæja.“
Hann rak sig á, að enda þótt hann reyndi að sleppa þessu úr huga
sér, gat hann það ekki. Það hvarflaði að honum aftur og aftur um
morguninn. Hvað gat svo ung og lífleg stúlka fundið til að lesa í
þeirri bók?