Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 137
NORÐURLJ ÓSIÐ
137
5. KEYPT FRELSI.
Þorbeinn hafði sótt samkomu. Ræðumaðurinn talaði um,
að Jesús hefði keypt okkur frelsi. Þetta gat Þorbeinn ekki
skilið vel, að nokkur ástæða væri til þess. Ræðumaðurinn
dvaldi á heimili Þorbeins. Þess vegna spurði drengurinn
hann óðar, er þeir komu heim, hvers vegna Jesús hefði keypt
okkur frelsi. Ræðumaðurinn skýrði þetta á þá leið, að við
erum syndarar, þess vegna varð Jesús að kaupa okkur frelsi
frá afleiðingum syndarinnar.
Ekki skildi Þorbeinn þetta miklu betur, þess vegna sagði
ræðumaðurinn. „Nú skal ég segja þér hrífandi sögu. Afi
minn var negri. Hann lék sér glaður og ánægður eins og
aðrir drengir. Dag einn komu nokkrir hvítir og nokkrir
svartir menn. Hann var tekinn höndum ásamt foreldrum sín-
um og mörgum öðrum. Fólkið var allt bundið saman, og síð-
an varð það að ganga langa, langa leið.
Loksins náði fólkið sjávarströndinni. Þar var því staflað
í stórt skip. Á leiðinni yfir hafið dóu sumir, og þeim var
fleygt í hafið. Þeir, sem lifðu, komu loks í ókunnugt land.
Þar voru þeir seldir sem þrælar þeim, er buðu hæst.
Afi var þá aðeins lítill drengur. Þess vegna bauð enginn
í hann. Svo var það einhver, sem virtist vilja kaupa liann og
fór að bjóða í hann. Þá buðu aðrir hærra, alveg eins og á
uppboði, þegar seld eru húsgögn og hlutir. Afi var hræddur
við þetta ókunna fólk. Hann skalf af hræðslu, þegar einhver
bauð í hann, og hann óskaði þess að geta smeygt sér í burtu.
En það var alls ekki hægt. Alltaf var boðið hærra og hærra,
og hann skildi, að því meiri vinnu yrði krafizt af honum.
Fu'llur angistar svipaðist hann um eftir föður sínum og
móður. En þau voru ekki þar. Móðir hans hafði dáið á leið-
inni, og faðir hans var drepinn, er hann reyndi að verjast.
Systir hans hafði verið seld öðrum, svo að hann var aleinn.
Meðan hann stendur þarna og skelfur af ótta, kemur hann