Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 162
162
NORÐURLJÓSIÐ
1. Ávöxtur vara, sem játa nafn hans. Hebr. 13. 15. „Með hjartanu
er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Róm.
10. 10. Hvern þann, er ber þennan ávöxt, að játa nafn Drottins Jesú,
hann hreinsar Faðirinn, til þess að hann beri meiri ávöxt. Ætlun
Guðs er sú, að trúin á Drottin Jesúm útbreiðist með því, að þeir,
sem hafa veitt honum viðtöku sem frelsara sínum, segi öðrum frá
honum. Þá eru þeir vottar Krists. Þá getur Guð blessað vitnisburð
þann, sem þeir bera fram.
2. Réttlœtis ávöxtur, til dýrðar og lofs Guði. Fil. 1. 11. Enginn
maður, sem játar nafn Krists, mun geta unnið aðra fyrir hann, ef
hann vantar ávöxt réttlætisins, ef hann fær þann vitnisburð með
réttu frá heiminum, að orðum hans sé ekki trúandi eða loforðum
hans treystandi, né heldur greini hann sig frá illu athæfi, t. d. í
gróðaskyni, nautna eða munaðar.
3. Ávöxtur helgunar. Róm. 6. 22. Þar sem Guð er heilagur, vænt-
ir hann þess, að börnin hans beri ávöxt helgunar og heilagleika í
breytni sinni. Sbr. Jak. 3. 18.
4. Avöxtur góðra verka, er bæta úr nauðsynjum meðbræðra,, eink-
um þeirra manna, sem þekkja Drottin eða þjóna honum. Tít. 3. 14.
Sbr. Fil. 4. 13.—19., einkum 17. versið.
5. Avöxtur lofgerðar. Hebr. 13. 15. Lofgerð verður sterkur þáttur
í bænalífi og trúarlífi þeirra, sem Kristur lifir í og býr. Sbr. Matt.
11. 25., Lúk. 10. 21.—24., Róm. 15. 9.—II., 2. Kor. 1. 3:, Efes:
1. 3., 1. Pét. 1. 3., 3. Jóh. 5.-8.
„En sjálfur friðarins Guð helgi yður algerlega, og gervallur andi
yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors
Jesú Krists. Trúr er sá, er yður kallar, og hann mun og koma þessu
til leiðar.“ (1. Þess. 5. 23., 24.) Hvernig? Fyrir samlíf við Drottin
vorn Jesúm. „An min — skildir frá mér, greindir frá mér — getið
þér alls ekkert gert. Sá, sem er — dvelur — í mér og ég í honum,
hann ber mikinn ávöxt.“ Jóh. 15. 5. „Verið í mér, þó verð ég líka
í yður.“ Jóh. 15. 4.
S. G. J.