Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 57
NORÐURLJ ÓSIÐ
57
GagniS, sem mennirnir hafa af því, aS gera vilja GuSs, er þá
þetta: Þeim líSur vel innra, þeir hafa hjartafriS, þeir lifa ekki í
stöSugum ótta. Þeir vita, aS yfir þeim vakir GuS, ómælanlega vitur,
kærleiksríkur og máttugur. Hann veit alltaf, 'hvernig kjör þeirra eru
og svarar margsinnis bænum þeirra. Þeir vita ennfremur, aS líf kem-
ur eftir þetta líf. Þá verSa þeir heima ihjá GuSi. Hann mun leysa ráS-
gátur ævinnar og þerra tárin, sem þeir úthelltu stundum, er þeir liSu
illt eSa reyndu harma. Mennirnir, sem dvelja munu meS GuSi, skilja
þaS nú þegar, aS himinn GuSs er sælustaSur, af því aS allir gera
vilja hans þar.
Hverjir gera NÚ vilja GuSs á himni? Fyrst og fremst englarnir,
sem skapaSir voru á undan mönnunum, englar, sem aldrei hafa
syndgaS meS því aS rísa upp gegn vilja GuSs. En þar eru einnig
andar réttlátra manna, sem gert hafa vilja GuSs hér á jörSu. ÞaS eru
andar manna, sem trúSu GuSi, meSan þeir lifSu hér í heimi. Þess
vegna breyttu þeir rétt, er þeir treystu ekki verkum sínum, aS þau
væru nógu góS og réttlát til aS veita þeim himnavist. Heldur treystu
þeir náS GuSs, sem ibirzt hefir í Jesú Kristi, og elskuSu frelsara sinn.
ÞaS er samgróiS eSli mannsins, aS hann vill aS sér líSi vel. Þess
vegna leitar sjúkur maSur læknis, fátækur maSur reynir aS auSgast,
vegvilltur maSur reynir aS finna rétta leiS eSa húsaskjól. Því aS
heilhrigSi, fjármunir og húsaskjóliS efla vellíSan aS flestra dómi.
Allt getur þetta þó veriS fyrir hendi, en vanlíSan þjáS manninn
samt, eigi hann ekki friS viS GuS, samvizku sína og aSra menn. Ef
til vill þekkja sumir þetta, sem hlýSa á þetta erindi mitt. GuS veit
vel, hvernig okkur mönnunu-m IiSur eSa mun líSa, séum viS án hans.
Þess vegna sendir hann okkur öllum ákveSinn boSskap. Hlusta þú,
því aS nú kemur boSskapur GuSs til þín. Hann er á þessa leiS á máli
heilagrar ritningar:
„GuS hefir þá séS í gegnum fingur viS tíSir vanvizkunnar, en nú
boSar hann mönnunum, aS þeir allir skuli alstaSar gera iSrun.“‘
(Post. 17. 30.) Þessi orS: gera iSrun, merkja þaS, aS mennirnir
eiga aS breyta hugarfari sínu. Þeir hafa lifaS án GuSs, gert vilja
sinn, en ekki han-s. Þeir eru eins og börn, sem eru úti aS leika sér.
Þá kallar pabbi eSa mamma til þeirra og segir: „Börnin mín, komiS
heim, komiS inn til mömmu og pabba.“ GuS kallar til þín einmitt
nú, er þú heyrir boSskap hans: „Komdu heim, yfirgefSu leikinn og
komdu til mín.“