Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 184
184
NORÐURLJÓSIÐ
fyrirvaralaust eru svo sálirnar hrifnar inn í eilífðina óviðbúnar
og án nokkurrar vonar um eilífa sælu og hjálpræðið. Guð gaf son
sinn, til þess að hver, sem trúir á hann, glatist ekki. (Jóh. 3. 16.)
„Því tak þitt ráð í tíma“. Trú þú nú á Drottin Jesúm. Þá ertu við-
búinn, ef dauðinn kemur að þér óvörum. (Að mestu þýtt. — S.G.J.).
Úr nýársbréíi
rilara SGM (Scripture Gift Mission — Ritnin.gargjafa trúboSsins)
í Lundúnum:
.... Biblíuskýringabækur, biblíuorðabækur og önnur hjálparrit
við biblíunám eru til í gnægð á tungu vorri. En fjöldi nýkristins
fólks í Indónesíu, Mið-Afríku og rómönsku Ameríku (Mið- og Suð-
ur-Ameríku) segir ekki sömu sögu. Þess vegna er augljós sú þjón-
usta, sem SGM veitir með biblíuritum sínum. Þessar handhægu
bækur, sem raða saman ritningargreinum um skyld efni, og gefa
bendingar um meira biblíunám, hafa mjög mikið gildi, þar sem
námsbækur eru af skornum skammti. Notkun þeirra við reglulegt
biblíunám er nú útbreidd og fer vaxandi. Þetta er góðs vísir. Það
sýnir, að fólk leggur meiri hug á biblíuna. En þeim tungumálum, sem
þessar bækur eru til á, fer fjölgandi. Það verður því stöðugt erfið-
ara að eiga til birgðir af þeim, því að alltaf þarf líka endurprentanir.
Um það bil hundrað ný rit og endurskoðuð bætast við árlega.
Það er kveljandi fyrir nýkristinn mann að vita af gagnlegri bók,
en vera svo sagt: „Því miður, hún er uppgengin“ eða „því miður,
hún er ekki til á þínu tungumáli enn.“
í skýrslunni segir svo frá, að 250.000 eintökum af ritinu „Hvað
virðist yður um Krist?“ hafi verið dreift á heimssýningunni í Japan
og á fleiri stöðum þar í landi. Fleiri tækifæri voru gripin, þegar
fólk safnaðist saman í stórum stíl. Eftirspurnin eykst stöðugt, og
trúboðið gefur út rit á 350 tungumálum. Þau eru notuð til trúboðs
yfirleitt, líka til dreifingar í sjúkrahúsum, fangelsum, handa inn-
flytjendum, flóttafólki og handa Biafra-fólkinu. Allt þetta kostar svo
mikið fé, að mjög er gengið á varasjóð Ritningargj afa trúboðsins.
Þó er augljóst, að enn meira þarf að gefa út á þessu ári, og biður
trúboðið því um fyrirbæn.
Ég gat þess í síðasta árgangi, að ég tæki á móti gjöfum til Ritn-