Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 171
NORÐURLJ ÓSIÐ
171
Leiðin var ekin á hálftíma, en Óla blöskraði fátæktin alls staðar.
Húsin minntu hann á pappakassahúsin, sem hann byggði, þegar
hann var drengur. Þó væri fólkið enn fátækara án þekkingar á Jesú
sem frelsara sínum.
Meðan þeir biðu í Chepo eftir að komast áleiðis til indíána
ættkvíslar, sem þeir ætluðu til, sáu þeir einn dag, að allir voru
sparibúnir. Fólk hafði streymt að úr sveitunum í kring. Mjóar göt-
urnar voru troðfullar af fólki. Mitt í þessum mannfjölda komu eitt-
hvað um 20 menn og báru stórt líkneski af heilögum Cristobal.
Byrðin var þung og því líkast, að sumir burðarmenn mundu hníga
niður. Numið var staðar á stærstu gatnamótum. Þá stukku tveir
menn upp á líkneskið. Fólk þyrptist að og gaf þeim peninga, sem
þeir festu við líkneskið. Hvers vegna gerir fólkið þetta? Það er
fátækt. En það gerir þetta til að hjálpa einhverjum látnum ættingja
úr hreinsunareldinum eða af svipuðum ástæðum. Þetta hefir óvinur
sálnanna kennt þeim. Síðar um kvöldið fóru allir að dansa og
drekka.
Er ég sá þetta, segir Óli, varð mér ljóst, að við, sem Guðs börn,
þurfum að hata kenningakerfi rómversk kaþólskunnar, en elska
fólkið og gera allt, sem í okkar valdi slendur, til þess að þetta kæra
fólk frelsist undan valdi myrkursins og komist inn í ríki Krists.
26. júlí flugu þeir félagar í lítilli flugvél til landamæra Colombiu.
Þeir gistu næstu nótt hjá kristniboða. Síðan fengu þeir indíána
með sig upp ána að indíánaþorpinu Orosal. Farangurinn skildu
þeir eftir í bátnum, meðan þeir leituðu húsnæðis. I fyrsta húsinu
var þeim fálega tekið, enda bjó þar galdralæknir. í næsta húsi, sem
eigandinn var að ljúka við að byggja, gátu þeir fengið að dvelja.
Hann bjó þar með konu og tveimur börnum. Um hálfum mánuði
síðar kom tengdamóðir hans með þrjú lítil börn, og síðar fluttu
þangað tveir drengir. Voru þá íbúarnir orðnir tólf.
Húsið var tæpir 28 ferm. að flatarmáli. Gólfið var fest á stólpa um
6 fet frá jörðu. Húsið var með stráþaki, en veggjalaust og engin
skilrúm í því. Þar voru hvorki stólar, borð né rúm. Fólkið matað-
isl og svaf á gólfinu.
í samanburði við aðrar ættkvíslir, segir Óli, sem ég heimsótti í
í Panama, höfðu Choco’ indíánarnir nægan mat. Bananar eru þeirra
aðalfæða, og þeirra neytt við hverja máltíð. Þeir höfðu líka dálítið
af hrísgrjónum, fiski og kjöti. Allt var þetta matreitt ólíkt því, sem