Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 116
116
NORÐURLJÓSIÐ
morgun, hafði frú Fischer sent beiðni um bæn. „í útvarpinu á
þriðjudagsmorguninn,“ segir frú Fischer, „las ungfrú Kuhlman upp
beiðni mína og bað fyrir barninu mínu í útvarpinu.
„Síðdegis á þriðjudag fór ég í sjúkrahúsið til að vera þar, með-
an aðgerðin færi fram. Læknirinn mætti mér og sagði: „Eitthvað
kom fyrir með barnið yðar. Við framkvæmum ekki aðgerðina í dag.
Við gerum það á föstudag, svo að þér skuluð skilja hana eftir hérna,
og við bíðum og sjáum.“
Síðdegis á föstudaginn varð ekkert af aðgerðinni, og þannig fór
þessu fram í fimm vikur. Þá fór frú Fischer heim með barnið sitt.
Ummálið á höfðinu hafði minnkað um 25 sm, en samt var það of-
boðslega stórt. Læknarnir höfðu sagt: „Haldi það svona áfram að
minnka, verður ekki aðgerð nauðsynleg.“
Áður en frú Fischer fór með barnið heim, höfðu læknarnir þó
sagt henni ægilegustu fréttirnar, sem hún hafði ennþá fengið um
barnið. Læknisskoðun hafði leitt í ljós það, sem engin læknavísindi
gátu læknað. Barnið hennar var og mundi verða, eftir skoðun lækn-
anna, alger fáviti.
Þeir hvöttu hana til þess að senda barnið þegar í stað í fávita-
hæli. En ósjálfráð andspyrna gaus upp hjá móðurinni. Hún átti sex
heilbrigð, óvenjulega aðlaðandi börn. En henni þótti vænzt um
þennan blinda, litla, vanskapaða fávita. Hún gat ekki — og vildi
ekki — senda barnið í hælið. Hún lét það engin áhrif hafa á sig, að
læknarnir vöruðu hana við að hafa svona barn heima innan um
heilbrigð börn. Það gæti vel haft slæm áhrif á þau.
„Ég blátt áfram fann, að ég yrði að eiga það á hættu,“ segir frú
Fischer. „Hið eina, sem ég gat sagt við lækninn var þetta: ,Nei, ég
get ekki sent hana í buttu frá mér. Ég elska hana of mikið til þess.
Enda þótt hún verði einskis annars vör í þessum heimi, hlýtur hún
samt einhvern veginn að finna þennan kærleika. Svo lengi sem Guð
gefur mér krafta til að sjá um hana, geri ég það.‘ “
Það var um þetta leyti, sem frú Fischer ákvað að fara með barn-
ið á hverja samkomu í Carnege salnum og að biðja af öllu hjarta og
sálu, að hin læknandi hönd Jesú vildi snerta þetta varnarlausa, ófull-
komna barn og gera telpuna heilbrigða og fullkomna eins og hún
átti að vera.
En hún gat ekki yfirgefið hin börnin til að leita þessu lækningar.
Hvernig átti hún að sækja samkomuna og vera á sama tíma heima