Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 87
NORÐURLJÓSIÐ
87
„Horfir of mikið á sjónvarp vafalaust.“
Myrkrið var að skella á, er þau komu að 'bifreiðinni. Og það var
orðið nærri koldimmt, þegar þau fundu, að slanga sprakk. James
varð reiður. „Við verðum að ganga,“ sagði hann. „Það sprakk hjá
mér á mánudaginn, og dekkið er enn í skúrnum.“
Þau héldu þegjandi leiðar sinnar og hrösuðu í svartmyrkrinu, því
að tunglið var enn ekki komið upp.
„Ó, þessi leiðinlegi strákur,“ muldraði Nora, er hún í þriðja
skiptið rak sig á grasbrúnina.
„Hérna, haltu í handlegginn á mér, það minnsta kosti hjálpar
þér til að hætta að detta.“ Rödd hans var eins og hann talaði um
sjálfsagðan hlut og var ofurlítið gremjuleg. Allt í einu fór Nora að
hlæj a.
„Þetta minnir mig á það, sem gerðist fyrir mörgum árum,“ sagði
hún til skýringar. „Dag nokkurn fórum við Valda saman á hjólun-
um okkar, og á heimleiðinni sprakk hjá mér. Þá urðum við líka
að ganga heim í myrkrinu.“
„Og út af þessu varð óttalegt uppnám vafalaust.“
„Vafalaust“, samsinnti hún.
Það tók þau níutíu mínútur að ganga heim. Þau náðu heim að
„Víðsýni“, rétt þegar máninn kom upp.
„Hvar hafið þið verið?“ spurði Valda þau við dyrnar.
„Nora er tekin til enn,“ sagði vinur hennar og skældi sig. Meðan
þau snæddu kvöldverð, sem var orðið í seinna lagi, skýrðu þau frá
atburðum kvöldsins.
„En ímyndið ykkur,“ sagði Valda, ef þið hefðuð ekki farið og
einhver verið þar.“
„Minnstu ekki á það,“ sagði Nora.
★
Nokkrum kvöldum síðar þaut Nora af stað í flýti. Hún hafði verið
kölluð í símann, þar sem öldruð ekkja vildi tala við hana.
„Auðvitað skal ég koma,“ hafði hún sagt. Hún skildi eftir miða
handa Völdu og hjólaði svo af stað á harðaspretti, áköf að komast
sem fyrst á ákvörðunarstað.
Frú Turner var heit og rauð með vont kast af sumar inflúepzu.
Nú kom sér vel fyrir Noru þekking hennar á hjúkrun. Hún strauk
hana með svampi, lét fara betur um hana og lagfærði rúmfötin.
Hún fékk hana til að drekka, og er hún var sofnuð, fór Nora fram