Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 12
12
NORÐURLJÓSIÐ
gefur okkur ástríka móður. Þó er samband móður og barns marg-
víslegum takmörkunum háð. Það er oft mjög einhliða. Móðirin
elskar barnið, þegar það getur ekki endurgoldið elsku hennar.
Móðurástin er oft eigingjörn. Oft vill hún geyma hjá sér hið
unga líf, sem ætti að nota úti í heiminum. Móðurástin er oft háð
eigingjörnum hvötum, þrám og takmörkunum. Móðurástin er ekki
mesta ástin.
Bróðurástin er oft sterk hjá sumum bræðrum. Stundum eru hróðir
og systir bundin nánum böndum. Einkanlega á það sér stað um
tvíbura. Stundum eru vinir mjög tengdir bæði í huga og hjarta. En
bróðurást og vinátta eru ékki sterkustu böndin, né hin nánustu eða
dýrmætustu.
Allra nánustu, mannlegu tengslin eru á milli eiginmanns og eigin-
konu. Heitasta elska eiginmannsins er ást hans til konu sinnar og
konunnar til eiginmannsins. Eins og kemur fram í ritningunni ætti
maðurinn að réttu lagi að hafa sterkari skapgerð og þess vegna
auðugri, dýpri ást en konan. Ég á við það, að eiginmaðurinn ætd
að vera sem sýni af Kristi og ætti að elska konuna sína „að sínu
leyti eins og Kristur elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurn-
ai fyrir hann.“ (Efes. 5. 25.) Eiginkonan á að elska mann sinn að
sínu leyti eins og söfnuðurinn á að elska Krist og vera horium
undirgefinn. Ritningin segir að minnsta kosti, að konan sé „veikara
ker.“ (1. Pét. 3. 6.) En hvernig sem þessu er farið, samband eigin-
manns og eiginkonu ætti að vera sem allra nánast, dýrmætast, kær-
ast og bezt af öllu innan marka mannlegrar reynslu.
'Þegar Guð gerði Adam og Evu og leiddi þau saman, og gaf
Adam Evu sem brúði, þá segir ritningin okkur, að „þau voru
bæði nakin, maðurinn og kona hans, og blygðuðust sín ekki.“
(1 Mós. 2.25.) Þetta bendir á, hve náið er samband eiginmanns og
konu hans. Hafi þau helgað sig hvort öðru, hafi þau gefið sig á
vald hjónabands og heimilis eins og þau ættu að gera, þá getur ríkt
á milli þeirra viðkvæmur og fagur skilningur, sem felur ekki neitt,
engin feimni, heldur fullkomin eining hugar og hjarta.
Ást og innileiki innan hjónabands eru svo mikil, að ritningin
segir: „Þau tvö skulu verða eitt hold.“
Kynmök karls og konu eru svo náin, innileg, að vissulega hlýtur
hver maður, sem er gæddur nokkru velsæmi, og kona með nokkra
skynsemi, að geta skilið, að þau eru aðeins handa þeim, sem eru