Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 41
NORÐURLJÓSIÐ
41
Spunakonan
Ungur maður var eitt sinn á ferð, segir sagan. Bar þá svo til, að
leið hans lá framihj á helli einum í skógi. Við hellisdyrnar sat undur-
fögur mær og spann á snældu. Hún brosti til ihans blítt og bauð hon-
um að setjast hjá sér. Þá hann boðið. Er hann var seztur, tók hún
að vefja þræðinum, er hún spann, utan um hann. Þetta kvaðst hún
gera að gamni sínu. Hún fór að syngja, og hann sofnaði. Er hann
vaknaði aftur, var komið kvöld. Mærin unga var orðin gömul norn.
Hann gat ekki hreyft legg né lið, svo vandlega hafði nornin vafið
þræðinum utan um hann. Hann hað hana að leysa sig, en bænum
hans sinnti hún ekki. Þetta var iðja hennar, að ánetja menn.
Sagan þessi gerist enn í dag. Avanalyf og fíknilyf syngja fagurt,
meðan þau ánetja æskufólkið, er sinnir engum aðvörunum sér eldri
og reyndari manna. Flestir vakna aftur einhvern tíma. En þá er van-
inn orðinn svo sterkur, að mátturinn til að slíta bönd ihans er orð-
inn enginn.
Svo er það hann Bakkus gamli. Hann tekur á sig dulargervi, með-
an hann er að flækja þá í fjötra sína, sem varast hann ekki og sneiða
hjá honum. Það er alveg ótrúlegt, hve mannshjartað getur dregið
sjálft sig á tálar. — Þótt allt umhverfis sé fólk, konur og karlar, sem
geta með engu móti hætt að drekka, þá láta svo margir tælast út á þá
braut, að neyta áfengis. — Þótt maðurinn finni áfengisböndin fjötra
sig og herða að, þá segir stoltið og sj álfsblekkingin: „Ég get hætt,
þegar ég vil.“
Á annarri skoðun var Hallgrímur Pétursson, er hann sagði: „Und-
ir Guðs áttu náð, hvort iðrazt getur.“ Guð er fús að miskunna þeim,
er leita náðar hans, en „hann lítur ekki við neinum sjálfbyrgingum,“
segir biblían. Þess vegna: „Leitið Drottins, meðan hann er að finna,
kallið á hann, meðan hann er nálægur,“ ráðleggur Orð hans. Þegar
Pétur forðum kallaði: „Herra, bjarga þú mér,“ þá rétti Drottinn
Jesús honum höndina. Höndin hans er eins máttug í dag. Hún getur
dregið mennina upp úr díki synda, leyst fjötra fíknilyfja og áfengis.
Hið síðast talda hefi ég séð gerast. Sérhver sál, er þráir lausn, getur
fengið hana. Hver vill snúa sér frá syndum og ákalla nafn Jesú sér
til hjálpræðis og lausnar frá valdi vínsins eða annars, sem fjötrar
hann? — S. G. J.