Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 23
NORÖURLJÓSIÐ
23
sem byrjar með 17. grein í 4. kafla og endar á 20. grein í 5. kafla.
Hann er um gleði kristins manns og kraft. Eftir að taldar hafa verið
upp margar syndir, segir í 4. kafla 30. grein bréfsins: „Og hryggið
ekki Guðs heilaga Anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endur-
lausnardagsins.“ Enn kemur skrá yfir aðrar syndir, og í 5. 3. segir
svo: „En frillulífi eða óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu
sinni að nefnast á nafn meðal yðar. Svo hæfir heilögum.“ í 5. grein
stendur: „Hví að það skuluð þér vita og festa yður í minni, að
enginn frillulífismaður, eða saurugur, eða ágjarn, — sem er sama
sem að vera skurðgoðadýrkari — á sér arfsvon í ríki Krists og
Guðs.“ Þá segir bréfið okkur í 11. og 12. grein sama kafla: „Og
eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýzt af,
heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. Því að það, sem þeir
fremja í leyndum, er jafnvel svívirðilegt um að taka.“ Hin svívirðu-
legu verk, sem unga fólkið (og hið eldra líka. Þýð.) gerir í myrkr-
inu, „hin ávaxtalausu verk myrkursins“, tengd saurlífi, hryggja
heilagan Anda, og kristnum mönnum er boðið, að eiga engan þátt
í þeim. Svo í Efes. 5. 18. kemur þetta boðorð? „Þér skuluð fyllast
Andanum.”
Þetta gerir mismun, þegar þú biður, því að Tímóteusi, ungum,
kristnum manni, var boðið á þessa leið: „Flý þú æskunnar girndir,
en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin
al hreinu hjarta.“ Getur þú „ákallað Drottin af hreinu hjarta“, ef
þú ekki „flýr æskunnar girndir?“ Tímóteusi var boðið að áminna
„ungar konur sem systur, í öllum hreinleika.“ Þetta sýnir vissulega,
að hann þóknast ekki Guði með því að klappa þeim, kyssa þær og
faðma þær, unz kynlífshvatir hans og þeirra voru vaknaðar, hugir
þeirra saurgaðir.
Hjónabandið er heilagt, og þess vegna er þar engin sök, engin
saurgun, engin synd í ástamökum eiginmanns og eiginkonu hans,
er minnast þess með virðingu, að þau heyra hvort öðru til og Guði.
Hve það hlýtur að hryggja heilagan Anda, þegar líkamir okkar eru
saurgaðir með hálsarmlögum, klappi og kjassi! Enginn kristinn
maður getur varðveitt andlega velferð sína, sem syndgar gegn
líkama sínum, gegn öðrum og gegn Guði.
Ung stúlka skrifaði mér og sagði mér, hvernig hún hefði misst
gleðina í Drottni og fundið sig seka, er hún hafði tekið þátt í kjassi
og klappi. Margir hafa sagt mér efnislega hið sama. Þetta hryggir