Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 88
88
NORÐURLJÓSIÐ
í eldhúsiö og fór að taka þar til. Hún söng við vinnu sína, glöð
yfir því að vinna aftur heimilisstörf.
Síðar uin kvöldið kom Valda. Þær sátu í eldhúsinu, drukku te
og skiptust á að líta eftir eirðarlausri konunni. Er hún loks féll í
væran svefn, sneri Valda sér að vinstúlku sinni. „Þú þarft að kenna
á morgun. Vertu svo væn að fara heim og sofa dálítið. Ég get verið
hér í nótt og sofið á morgun. Þessi hiti varir ekki nema nokkrar
stundir, svo að sennilega verður frú Turner betri, þegar hún vaknar
aftur.“
Nora gat séð, að þetta voru skynsamleg orð, svo að hún fór og
hjólaði heim í næturkyrrðinni og naut fegurðar stjörnuljóma him-
insins. Það var komið fast að miðnætti, er hún læddist hljóðlega
inn og notaði bakdyralykilinn, sem Valda hafði fengið henni. Vinnu-
stofudyrnar stóðu opnar, svo að hún hrökk við. James stóð þar.
„Halló“,. sagði hann, „hvernig líður frú Turner?“
„Hún sefur nú og ætti að líða miklu betur á morgun. Valda verð-
ur hjá henni í nótt.“ Hún sá, að hann gretti sig, svo að hún flýtti
sér að halda áfram. „Hefir þú hugsað meir um það, að láta hana
fara að vinna?“
„Ég hefi reyndar gert það. Ég ákvað, að það gæti verið gott fyrir
hana að fara að vinna, svo framarlega sem hún verður ekki búðar-
stúlka.“ Hann sá, að varir hennar kipruðust dálítið og féll það
miður. En hún var honum sammála og sagði: „Aðstoðarmannsstarf
við bókasafnið er laust. Þú veizt, hve mikinn áhuga hún hefir fyrir
bókum. Hún sagði síðast í gær, að hún mundi hafa ánægju af því.“
„Það er þá. í lagi, ef hún fær það.“ „Ég skal segja henni það á
morgun. Það er dásamlegt,“ svaraði hún, og augu hennar ljómuðu
af þakklæti.
Hann hauð henni snögglega góða nótt og hvarf inn í vinnustofu
sína aftur. Hann varð óþægilega var við þær tilfinningar, sem hann
var farinn að hafa gagnvart þessari stúlku. Hún virtist geyma í sér
allt það, sem hann hafði nokkru sinni leitað eftir, hvort byggi í
konu. Hún var staðföst og sönn, hógvær og skilningsgóð, ósmeyk að
gera það, sem hún trúði, að væri rétt. Hann minntist fyrsta kvölds-
ins, sem hún var þar í húsinu, er hún sagði, að hún drykki ekki og
hafði staðið við orð sín, þrátt fyrir tilraunir húsfreyjunnar. Ein-
kennilegt, hvernig áfengisneyzla hans var að breytast. Hann saknaði
ekki þessara tveggja eða þriggja staupa, sem hann var vanur að fá