Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 188
188
NORÐURLJÓSIÐ
okkur árangur í andlegu starfi? Við skulum biðja Guð, að við vænt-
um þess ávallt, að Jesús Kristur uppfylli sérhverja þörf okkar.
Ovinur sálnanna leitast alltaf við að afvopna þjóna Guðs með
kjarkleysi. Við biðjum Guð, að þeir, sem verða fyrir slíkum árás-
um, fái sigur í Kristi, frá honum.
Nýfrelsuðu fólki finnst stundum, að það þurfi að læra svo margt
um Krist, og örvænting grípur það. Við biðjum Guð að gefa því
bjartsýni og nýjan skilning.
Þakklátssemi er ekki létt í erfiðum kringumstæðum. Við biðjum
Guð að gera okkur þakklát í öllum hlutum, því að hann lætur það
eitt mæta okkur, sem bezt er.
Hefir þú heitið trúboða eða öðrum fyrirbæn? Við biðjum Guð
að gera okkur trúföst í því að biðja fyrir þeim, sem við höfum lofað
að biðj a fyrir.
í stað þess að gagnrýna reiða, róttæka, byltingarsinnaða fólkið
skulum við biðja Guð að vekja upp vitnisburð um Krist á meðal
þess og að snúa orku þess að boðun fagnaðarerindis hans út um
heiminn.
Orð Guðs leggur oss þá skyldu á herðar að biðja fyrir valdhöf-
um og háttsettum mönnum. Við biðjum Guð, að áforrn hans meðal
þjóðanna fái framgang á okkar tímum.
Við biðjum Guð að hann gefi okkur nýjan skilning á blutverki
safnaðar hans. Við biðjum, að hann leiði okkur á það þjónustusvið,
sem hann vill.
Brautryðjendur í trúboðsstarfi mæta oft hindrunum. Fyrir þeim
þarf stöðuga bæn. Við hugsum til trúboðans, sem boðar orðið þrátt
fyrir alla erfiðleika.
Við biðjum fyrir sjúkum, hungruðum, munaðarlausum, vinafá-
um og snauðum úti um heiminn. Við biðjum Guð að bæta úr þörf-
um þeirra með einhverju af gnóttum okkar og að leiða þá til frels-
arans.
Sumt fólk situr enn í myrkri, hefir aldrei heyrt boðskap Guðs.
Við biðjum Guð fyrir þeim, sem ekki hafa ennþá heyrt fagnaðar-
boðskap hans.
Munum við eftir að biðja um, að við notum trúlega tíma okkar,
gáfur og eignir? Við þurfum fúsleika til að leggja okkur sjálf, verk
og eigur í hendur Drottins.
Við skulum biðja Guð fyrir andlegum leiðtogum, sem Guð hefir