Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 32
32
NORÐURLJÓSIÐ
ótraustur grundvöllur undir hamingjusamt og vel heppnað hjóna-
band.
Þetta kann að hljóma kynlega í eyrum þeirra, sem þekkja aðeins
hjónabandið af kvikmyndum og skáldsögum. Eigi að síSur hefir
vizka liðinna kynslóða sannað, að ég hefi rétt fyrir mér, að ástin
alein er ekki góður grunnur að hjónabandi.
Auðvitað á ég við það, að það er ekki nóg, að fólk finni sig dreg-
ið hvort að öðru. Ef það er falið í ástinni, að fólk sé samhuga í öll-
um mikilvægustu málefnum lífsins, eining hjarta og huga, þá væri
ástin allt, sem þyrfti til hjónabands. Það er oftast alls ekki ást, sem
fólk kallar því nafni.
Það er satt, að líkast er og segulkynjað, líkamlegt aðdráttarafl
dragi suma karla og konur hvort að öðru. En líkamlegt aðdráttarafl
er alls ekki nógu traustur grundvöllur undir hamingjuríkt hjóna-
hand. Þeir, sem ganga í hjónaband vegna líkamlegs aðdráttarafls,
munu reka sig á, að þeir eru komnir í hjúskap meS manneskju,
sem er alveg ólík þeim, sem veitir þeim ekki hamingju. Ástríðulogar
lækka fljótt. Konan, sem dró þig svo fast að sér, getur síðar orðið
þér ógeðfelld. Maðurinn, sem gagntók þig, getur orðið þér við-
bjóður.
Þetta kynslega aðdráttarafl, sem fólk flest kallar ást, er ekki nóg
til að gera hjónaband farsælt. Fólk er alið upp í algerlega ólíkum
kringumstæðum, hefir ólíkt mat á gildi hlutanna, ólíkar hugsjónir
og ólíka félaga. ÞaS mun reka sig á, að sambúSin verður ekki
hamingjusöm. ÞaS er í raun og veru ekki eitt í huga og hjarta.
Þau tvö hafa ekki orðið eitt hold. Sérhvert slíkt hjónaband er rangt
og dæmt til eymdar og vansælu.
Stundum er annað parið kaþólskt, en hitt mótmælendatrúar. Báðir
aðilar eru jafn einlægir í trú sinni. Slík hjónabönd fara venjulegast
ekki vel. Skilningur þeirra á mikilvægum málum er gerólíkur.
Hleypidómar, erfikenningar og sannfæring eru andstæður eða mjög
ólíkar. Slíkt fólk er ekki eitt í huga og hjarta. í andlegum skilningi
getur það ekki með góðu móti orðið „eitt hold“. Ef til vill heimtar
kaþólska konan, að kaþólskur prestur sé látinn skíra barnið. Má
vera hún telji það skylt, að barnið sé alið upp í kaþólskri trú. Ef
til vill elskar eiginmaðurinn konu sína innilega, en hann kærir sig
samt ekki um það, að barnið alist upp í kaþólskum sið, sé kennt
að biðja til Maríu meyjar og dýrlinganna, bera talnaband og læra