Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 134
134
NORÐURLJÓSIÐ
„Þú segir, að þú þekkir Guð, sem elskar okkur, sem er
vegurinn til hamingju og blessunar.“
„Já“, segir Kim, „ég þekki hann.“
„Þá verður þú að segja mér meir um þennan Jesúm, sem
elskar syndara.“
Kim sagði frá öllu, sem hann hafði sagt ömmu sinni.
„Heyrðu“, sagði gamli maðurinn, „þú verður að koma
heim með mér og segja þetta konunni minni. Við viljum
heyra meir um þann Guð, sem elskar syndara.“
Kim varð honum samferða og sagði aftur og aftur frá því,
sem hann hafði lært. Gamla konan hlustaði á það með eins
miklum áhuga og maðurinn hennar. Kim varð að lofa að
koma aftur og segja frá öllu, sem hann heyrði. Nú varð
hann að taka ennþá betur eftir í skólanum, því að nú höfðu
tveir bætzt við, sem hann þurfti að segja frá því, sem hann
lærði.
Gamla fólkið gladdist mjög yfir því, sem það heyrði.
Nú vissi það, að Guð elskaði það. Það lærði að biðja og
hræddist ekki framar illu andana.
Kim gat komið svo miklu til vegar, af því að hann vildi
heyra um Jesúm og af því að hann notaði eyrun svo vel.
4. BÆNHEYKSLA.
Lis og Páll bróðir hennar áttu heima í litlu þorpi. Lis var
níu ára, Páll var sex ára. Lis var því stóra systirin, sem varð
að gæta litla bróður. Hann var ærslafullur náungi og fullur
af glettum. Hann var alls staðar þar, sem eitthvað var að
gerast. Þótt Lis væri aðeins níu ára, var hún mjög skynsöm
stúlka. Foreldrarnir gátu öruggt falið henni að líta eftir
bróður sínum.
Dag nokkurn þurftu þau að fara til borgarinnar. Þess
vegna spurðu þau, hvort hún þyrði að vera alein með bróður
sinn allan daginn. Það gat hún sjálfsagt.