Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 9
NORÐURLJÓSIÐ
9
maður er aðeins hálfur maður, sé hann ókvæntur. Kona er ekki
kona til fulls, sé hún ekki gift. Guð gerði karl og konu til að vinna
saman. í kaupsýslu og kristilegu starfi er stundum bezta verk leyst
af hendi af körlum og konum, sem vinna saman. En framar þessu
tvennu eru karl og kona gerð til að vinna saman í hjónabandi, að
skipta vinnunni á milli sín eftir því sem gáfur þeirra, hneigðir og
hæfileikar segja til. Hve vitur, hve góður var Guð að stofna hjóna-
bandið til að leiða fram hið bezta, sem hýr í karli og konu.
Þriðja: Af líffrœðilegri þörf er hjónaband nauðsyn.
Guð sjálfur hefir skapað í mannlegum verum hæfileikann til
hjónabands, ástar, heimilislífs og maka. Guð sjálfur hefir gefið
mönnunum hungur, líffræðilega þörf, sem rekur þá í átt til hjóna-
bandsins. Þessi knýjandi hvöt er heilög hvöt. Hún er eðlileg. Hún
er réttmæt. Eg hefi heyrt kristið fólk tala um kynhvötina eins og
hún væri vond og spillt. Satt er það, hún getur leiðzt afvega, orðið
vanheilög og spillt. í eðli sínu er hún það ekki. Karlmenn voru skap-
aðir til hjónabands. Konur voru skapaðar til hjónabands. Guð ætl-
aðist til, að karlar og konur skyldu hlakka til hjónabandsins. Ást,
tilbugalíf, hjónaband, kynmök og barnsfæðingar — þetta tilheyrir
eðlilegu lífi karla og kvenna.
I 1. Korintubr. 7.1., 2. segir ritningin: „Svo ég minnist á það, sem
þér hafið rilað um, þá er það gott fyrir mann að snerta ekki konu.
En vegna saurlífisins hafi hver og einn sína eiginkonu, og hver og
ein hafi sinn eiginmann.“ Það er ein af ástæðunum með hjóna-
bandið, að saurlífi verði afstýrt með því. Hin líkamlega þrá, sem
er eðlileg og viðeigandi, ætti í venjulegum tilfellum að leiða af sér
ástir og hjónaband á réttum tíma og á réttan hátt.
I sama kafla 1. Korintubréfs, 9. grein, stendur: „En vanti þau
bindindissemi, þá gangi þau í hjónaband; því að betra er að ganga
í hjónaband en að brenna af girnd.“ Fólk ætti yfirleitt að giftast
til að forðast eirðarleysið, freistinguna og syndina, sem oft fylgir
því, að fólk fær ekki kynhvöt sinni fullnægt.
Með þessu er ég ekki að segja, að trúað fólk geti ekki lifað ham-
ingjusömu, göfugu líferni með fullri stjórn á sér án hjónabands.
Það getur það. Sérhverri manneskju í heimi er ætlað að sýna sjálfs-
stjórn, vald yfir sér, unz rétti tíminn kemur til að ganga í hjóna-
band og rétti makinn kemur til sögunnar. Vissulega getur heiðar-
legt, gott fólk haft hemil á sér og lifað án afskipta af hinu kyninu,