Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 100
100
NORÐURLJÓSIÐ
af verið þar, og hún hvíslaði þeim orðum, sem hann hafði beðið
svo lengi eftir að heyra.
Þau voru gefin saman í lok marzmánaðar, í fagra, gamla heimil-
inu, sem alltaf hafði verið heimili James. En þótt þau settust þar
hamingjusöm að, vissu þau, að þetta yrði ekki alltaf heimili þeirra.
Þau vissu, að sá tími kæmi, að þau færu út í það starf, sem Guð
mundi kalla þau til.
Valda og Lance giftust í maí og settust að á litlu býli, sem þau
höfðu keypt sér lengra frá borginni.
Eftir brúðkaup Völdu fór frú Larner af stað til sumars í sólríkum
löndum, kom í margar hafnir og naut þess félagsskapar, sem nú var
orðinn sjaldgæfur í „Víðsýni“. En nú, er hún nálgaðist gamla heim-
ilið sitt aftur, vissi hún, að hún mundi aldrei framar njóta til fulls
þess félagsskapar, sem hún hafði áður notið. Það vantaði eitthvað.
Þar sem hún sat á þilfarinu á fögrum desembermorgni, aðeins fáum
stundum áður en hún kæmi til Wellington, vissi hún, að hún mundi
spyrja James um frelsumina, sem honum var orðin svo lifandi.
Hún gerði sér Ijóst, að þetta allt hafði byrjað nálega tveimur ár-
um áður, þegar Nora kom til að vera hjá þeim. Hún var stúlka, sem
nálega undir eins hafði staðið með Kristi, stúlka, sem skammaðist
sín ekki fyrir Krist, að hann væri frelsari hennar.
Hún sat kyrr og hlakkaði til þess að sjá fjölskyldu sína aftur. Það
mundi verða gott að koma heim.
Endir.
Óvenjulegur dauðdagi
Guy Batelier átti heima í Nancy á Frakklandi. Sagan getur þess
ekki, að hann hafi drýgt nokkra þá dáð, sem komið hafi nafni hans
í blöðin áður en hann dó. En dauðdagi hans varð frægur. Hvers
vegna: Guy drekkti sér í vatnsfötu.
Reyndar er það álit manna, að hann hafi ekki af ásettu ráði deytt
sig á þennan hátt. En lögreglan taldi, að Guy hefði sopið heldur
mikið úr vínflöskunni, ætlað að fara í rúmið, misst jafnvægið og
'stungizt á höfuðið ofan í fötuna. Þá geti hafa liðið yfir hann eða
hann brostið þrótt til að rísa á fætur.