Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 126
126
NORÐURLJÓSIÐ
í áttina til þín,“ segir Paul. „Sérhver getur fengið það frá Drottni,
sem hann trúir að Guð veiti honum.“
Lýsandi ásjóna Pauls vitnar um sannfæringu hans. Dásamlegur
vitnisburður hans, sem hann hefir borið fram ótal sinnum fyrir
óteljandi grúa fólks, hefir leitt margar sálir til Krists.
Til marks um heilbrigði hans má geta þess, að á síðastliðnum 12
árum hefir hann gefið nálega 12 lítra af blóði. Hann hefir verið
rannsakaður samkvæmt því, er læknisvísindin vita bezt, en ekkert
sannar, að krabbamein sé í líkama hans.
Á tungumáli manna var lækning Pauls kraftaverk. En orðið
kraftaverk er ekki í orðabók Guðs, því að allar þessar lækningar eru
sannur þáttur í eðli hans ....
Trúin verður ekki búin til. Einn meginerfiðlei'kinn er skortur
okkar að sjá, að trúnni verður aðeins veitt móttaka eftir því sem
Guð sjálfur veitir hjartanu hana. Annað hvort hefir þú trú, eða þú
hefir hana ekki. Þú getur ekki aukið hana. Þú getur trúað fyrir-
heiti, en samtímis skort traust til að færa það þér í nyt. Skoðun
heyrir huganum til, en trúin er andleg .... hlý, lífræn .... hún
lifir og ólgar, og kraftur hennar er ómótstæðilegur, þegar Drottinn
leggur hana í hjartað. Það er með hjartanu, sem maðurínn trúir
til réttlætis. ,
„Því að ég segi fyrir þá náð, sem mér er gefin, hverjum og ein-
um yðar á meðal, að hugsa ekki hærra en hugsa ber, heldur reyna
að hugsa skynsamlega og halda sér hver og einn við þann mæli
trúar, sem Guð hefir úthlutað honum.“ (Róm. 12. 3.).
Þegar vér sjáum sannleikann, munum vér ekki lengur standa
stund eftir stund umhverfis vesalings, sjúkt fólk, vera að ávíta, skipa,
heimta, berjast .... og vegna þess að oss skortir sannleikann og
heilagan Anda, leiðum vér vanheiður yfir Drottin!
Fyrirbæn á sinn stað, en ekki í iðkun trúar. Fyrirbæn og stunur
hjartans geta farið á undan framkvæmdum trúar. En þegar trú Guðs
ei látin í té, mun ekkert annað heyrast en rödd lofgerðar og þakkar-
gerðar.
Konan, sem þjáðist af blóðlátum, barðist ekki við að ná í björg-
unartaug lausnarinnar með skilningi hugarins. Hið eina, sem hún
vildi, var að komast til Jesú.
Þegar blindi maðurinn við Jeríkó hrópaði á miskunn sonar