Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
Um „Heimilið"
sem byrjar á næstu síðu og höfund þeirrar bókar.
Margt er ritaS og rætt nú um hjónaband, takmörkun barneigna,
fóstureyðingar og fleira, er lýtur að samlífi karls og konu. Fæst af
því eða ekki neitt, sem alþýða manna hérlendis fær að sjá, heyra eða
lesa um þau efni, er sýnt, rætt eða ritað frá sjónarmiði biblíunnar.
En í þessum efnum sem öðrum eru sönn orð hennar: „Utskýring
orðs þíns upplýsir, gerir fávísa vitra.“
Þetta hlutverk: að skýra Guðs orð, draga fram í dagsljósið það,
sem finna má í biblíunni um hjónaband og uppeldi barna, tókst dr.
John R. Rice á hendur, er hann samdi bók sína um heimilið. Henni
hefir víða verið vel tekið meðal sannkristins fólks. Sama má líka
segja um aðrar bækur hans og rit. Sala þeirra var á síðasta ári orð-
in 33 milljónir eintaka á 38 tungumálum. Bækur hans Bœnin, Heini-
ilið og Biblíulegar staðreyndir um himininn hafa náð meiri út-
breiðslu en nokkrar aðrar bækur um þessi efni.
Dr. Rice stundaði nám við tvo háskóla og guðfræðiskóla. Hann
er mjög víðlesinn maður. Hann er áhrifamikill og kröftugur prédik-
ari og með afbrigðum harðsnúinn andstæðingur alls fráfalls frá
kenningum biblíunnar. Skiptir hann engu máli, hvort í hlut eiga ein-
stakir menn eða heilar kirkjudeildir. Snýst hann til varnar með sókn
á hendur fráfallsmönnum, sem borið hefir augljósan árangur.
Dr. Rice er viðkvæmur maður samt. Hann grætur jafnan, er hann
prédikar yfir fólki, sem ekki hefir öðlazt það hjálpræði, sem veitist
fyrir trúna á Drottin Jesúm Krist.
„Heimilið“ er of stór bók til að birtast óstytt í riti sem Norðurlj.
Þessi hluti hennar, sem kemur hér, er því mikið styttur á köflum, en
þó þannig, að kjarninn á að halda sér.
Megi Guð gefa, að einhver ungmenni og bjón hafi gagn af þeiin
hluta hennar, sem birtist hér í Nlj. að þessu sinni. — S. G. J.
Eg þakka líka kaupendum, sem brugðust vel við beiðni minni og greiddu
órgjöld sín. Sumir eru þegar farnir að greiða fyrir þennan órgang og minn-
asf þess, að nú kostar ritið 1 25 kr., eins og sagt var fró siðostliðið ór. Þætti
mér stórvænt um, ef órgjaldið væri sent í póstóvisun sem ALLRA FYRST.
Markmið Nlj. er að vera Ijósgeisli, litill að visu, fró HONUM, er sagði: „Ég
er Ijós heimsins, hver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur
hofa Ijós lífsins. — Guð gefi okkur öllum að ganga við það Ijós. — Ritstj.