Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 165
N ORÐ URLJ ÓSIÐ
165
ísdrönglar úr lofti og ísstyttur á gólfi. Til hægri handar var hrynj-
andi foss, úr klaka.
Brátt höfðum við þau náttúrusmíð að baki. Yar nú gólfið orðið
slétt, og greiddum við gönguna, unz eigi varð komizt lengra. Við
vorum komnir inn í botninn á Surtshelli.
Þetta var hátíðleg stund. Hvað skykli gert, sem ætla mætti, að
aldrei hefði verið gert þarna fyrr? Við settumst niður og sungum
á ensku sálmvers, upphaf á heimskunnum sálmi. Það hljóðar svo
í þýðingu minni:
Dvel hjá mér, Herra, daginn líður á,
dregur að næturhúmi, ver mér hjá.
Góðvinir bregðast, sorgmædd önd mín er,
eilífi vinur, Herra, dvel hjá mér.
Við töldum það fullvíst að þessi orð á ensku hefðu aldrei hljómað
þar fyrr.
„Hér væri gaman að vera aleinn náttlangt í skammdegi að vetrar-
lagi“. A þá leið fórust Helga orð. Hrollur fór um mig. Svo tauga-
sterkur var ég ekki, að ég vildi leggja mig í slíkt að óþörfu. Eg hefi
heyrt, að Drottinn sé ekki með okkur, ef við að óþörfu önum út í
freistingar.
Við héldum síðan aftur til opsins og komust þar upp úr hellinum.
Hvar var nú varðan, sem standa átti við op hans? Reyndar þarna í
um það bil 1400—1500 metra fjarlægð. Við gengum hratt eða
runnum í áttina til hennar. Auðvitað voru þeir Jón og mr. Gook
komnir fyrir löngu á leiðarenda. En er við fórum framhjá fjár-
drápsopinu, voru þeir að ganga í áttina að girðingunni.
Við komum því á undan þeim að hellismunnanum. Hvað var nú
þetta? Enginn hestur var sjáanlegur! Þeir voru allir horfnir. Veit
ég ekki enn til þessa dags, með hverjum hætti þeir losnuðu. Hitt
vissum við báðir, að þeir mundu allir snúnir á norðurleið. Kom
sér nú vel, að Helgi var með í förinni. Hann iðkaði þolhlaup um
þær mundir, þótt „trimmið“ væri þá ekki komið til sögunnar. Bj óst
hann þegar til hlaupanna og náði hestunum á Hellisfitjum og kom
með þá alla með tölu.
Við héldum upp að Norðlingafljóti og tókum þar náttstað. Var
gengið seint til náða. Skyldum við Helgi vaka á víxl yfir hestunum.