Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 180
180
um Drottins. Sýndi þá Guð honum, að hann fer ekki í manngreinar-
álit og Davíð varð margt illt að líða sakir þessara synda sinna: að
drýgja hór og láta deyða Uría.
Ég sagði hér að ofan, hvernig Israel var tældur og leiddur afvega
til skurðgoðadýrkunar. Guð líkti ísrael oft við konu, sem orðin er
ótrú manni sínum og tekur sér friðla. Hve ofboðslega andstyggileg
sú breytni var í heilögum augum Guðs, sýna bezt orð hans hjá
Esekíel spámanni og líkingar þær, sem hann lét hann nota. Guð
horfir á allt, sem mennirnir gera, þar sem hann er alskyggn, og hann
getur notað hið Ij ótasta, sem þeir gera, eins og til dæmis athæfi örg-
ustu hórkvenna, til að kenna andleg sannindi, ef það mætti verða til
þess að syndurunum byði við sjálfum sér og athæfi sínu og sneru sér
frá syndum sínum og illu athæfi. Það voru ekki eftir nema leifar ein-
ar af hinni áður fjölmennu Júðaþjóð, og þessar leifar varð að vinna
til sannrar iðrunar og trúar á hinn eina, sanna, lifandi Guð. Til þess
verks kaus hann Esekíel og lagði honum sjálfur orð í munn. Þetta
tókst. Leifarnar, sem sneru 'heim aítur komu læknaðar af skurðgoða-
dýrkun og þannig varðveittist hreinn ættstofn, sem frelsarinn síðar
fæddist af.
Það er alrangt, að klám sé í biblíunni, þótt sumir segi það. „Flekk-
uðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra
flekkaður og samvizka.“ (Tít. 1. 15.) Klám er það, sem er sagt eða
skrifað eða myndað til að erta eða kveikja kynfýsn manna, koma
þeim til að hugsa eða tala um það, sem æsir kynfýsnir þeirra og ger-
ir þetta sér eða þeim til skemmlunar eða í gróðaskyni. Þótt læknir
tali um sömu hluti í fræðsluskyni, þegar þess er þörf, er allt annað.
Ef þú ætir eitraðan mat og læknir gæfi þér inn uppsölulyf til að
bjarga lífi þínu, þá mættir þú vera honum þakklátur. En gæfi ein-
hver hrekkjalómur þér inn sama lyf til að gera gys að þér og koma
öðrum til að hlæja með sér, þegar þú værir að kúgast, þá væri það
ekki sambærilegt athæfi. Það, sem biblían segir hjá Esekíel var upp-
sclulyf lianda þjóðinni, svo að hún skyldi spúa upp banvænu eitri
hjáguðadýrkunar sinnar, er henni byði við athæfi sínu.
Þú spyr, hvor sé Guði þóknanlegri: trúlausi maðurinn, sem steyp-
ii sér útbyrðis til að bjarga manni, sem dottið hefir í sjóinn, eða
trúaði maðurinn, sem hímir á dekkinu syndur, en gerir ekkert til að
bjarga hinum. Þessu hefir Guð svarað í hréfi Jakobs 2. kafla 14.—
26. grein. Þar segir, að trúin sé dauð, vanti hana verkin. Guð gerir