Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 53
NORÐURLJ ÓSIÐ
53
Milljónir svartra manna, kvenna og barna blessa hann fyrir þaS.
Afríkufólkið hefir fyrir milligöngu ættahöfSingja sinna og tals-
manna veitt Ian Smith nálega fullkomið fylgi með því að styðja
hann og stjórn hans. Vitni þess, að þetta er satt, eru misheppnaðar
tilraunir kommúnista, Peking-þjálfaðra hermdarverkamanna. Hin-
ir „kúguðu“ buðu þá ekki velkomna, heldur útskúfuðu þeim.
Hvernig hefði Rhodesía með örfátt lögreglulið og herlið getað
staðizt storma fyrstu ára sjálfstæðisins hefði ekki allur þorri al-
mennings, svartir menn sem hvítir, verið stjórninni hollur?
(Þýtt úr „The Flame“ sept.—okt. 1970.)
„Drengurinn, sem liefir risið upp
frá dauðum”
Skapheitur, franskur maður, Emile Kremer, gerðist guðleysingi,
er hann hafði séð, hvað líferni svonefndra kristinna manna var í
mótsögn við játningu þeirra og líka vegna hryðjuverka, sem framin
voru í heimsstyrj öldinni fyrri.
Er hann hafði kvænzt, hafði hann öðlazt allt, sem hann þráði í líf-
inu — góða stöðu, heknili og yndislega konu. Hann komst að því
samt, að enn var hann ekki ánægður. Hann leitaði vandlega alls stað-
ar að því, sem gæti gert hann ánægðan. Hann sótti leikhús og lagði
stund á listir, svo sem hljómlist og málaralist, en árangurslaust.
Árið 1923 fór hann að lesa biblíuna. Fram að þeim tíma trúði
hann henni ekki. Orð Guðs greip hann föstum tökum og hann bað:
„Ó, Guð, ef þú ert til, birtu mér sjálfan þig; ef Kristur er eins og
ég sé hann i þessari bók, þá tek ég á móti þér sem Meistara mínum
og frelsara.“ Stjórnarbylting varð hjá honum. Þegar frá hyrjun fór
hann að vinna sálir handa Kristi. Hann var leiddur áfram og fylltist
heilögum Anda og lifði heilögu líferni. Guð notaði hann til að koma
með nýtt líf til margra staða í landinu. Vakningar áttu sér stað
meðal kristins fólks.
Meðan stóð á síðari heimsstyrj öldinni, var hann settur í varðhald
vegna þess, hve óttalaust hann vitnaði um Krist. Er hann hafði ver-
ið löngum í ýmsum fangelsum, var dómur kveðinn upp í máli hans,
og hann var sýknaður. Drottinn hafði gefið honum svar við sér-