Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 22
22
NORÐURLJÓSIÐ
ar bróður minn, um aldur og ævi ekki kjöts neyta, til þess að ég
hneyksli ekki bróður minn.“ (1 Kor. 8. 9.—13.)
Ef fyrirmynd þín kemur öðrum til að gera það, sem særir sam-
vizku þeirra, þá er það synd, og Guð telur þig sekan fyrir þann
skaða, sem þú hefir gert bróður þínum.
Ég hefi oftsinnis fengið bréf frá fólki, sem aðrir höfðu leitt út
í kjass, þótt það særði samvizku þess. Og þeir, sem fylgdu öðrum
út í synd, misstu við það fullvissu sína um nálægð Drottins og
gleði kraftar hans. Er fyrirmynd þín góð eða slæm, þegar þú ert
að kjassi? Ef þú svarar þeirri spurningu 'heiðarlega, mun það spara
þér áralanga, vonda samvizku og tilfinningu að hafa saurgað aðra,
sem gætu leiðzt afvega með því að fylgja fyrirmynd þinni.
5. Lífcami kristins manns œtti að varðveitast heilagur handa
Guði, sem dvelur í honum.
Sannkristin ung manneskja hefir ástæðu til að gæta þess að mis-
nota ekki ástríður líkamans. Líkami hennar er musteri heilags Anda
Guðs, sem býr í honum. 1. Kor. 4. 13.—20. aðvara oss: „Líkaminn
er ekki fyrir saurlífi, heldur fyrir Drottin (13. v.‘), „líkamir yðar
eru limir Krists (15. v.), að syndir kynlífsins eru sérstakar syndir
gegn líkama mannsins (18. vers). Síðan eru oss gefin þau skýru
fyrirmæli: „Eða vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags
Anda í yður, sem þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin,
því að þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð í líkama yðar.“
(19. og 20. v.).
Jafnvel endurfætt, ungt fólk og eldra líka, verður að muna, að
það er ekki dýr, svo að það megi lifa eins og skepnur í skefjalausum
fýsnum, án löglegra og heilagra banda, án helgaðrar trúfesti gagn-
vart maka, sem Guð hefir gefið. Við erum sköpuð í líkingu Guðs.
Kristur hafði mannlegan líkama eins og við. Það er óguðlegt athæfi
að svívirða okkur og saurga líkami okkar með vanheilagri girnd
og af ásettu ráði að hleypa ástríðum okkar í bál eins og hórkarlar
og skækjur gera, þegar við þó erum sköpuð í mynd Guðs.
Enn er oss boðið í 1 Kor. 10. 31.: „Hvort sem þér því etið eða
drekkið eða hvað, sem þér gerið, þá gerið það allt Guði til dýrðar.“
Er klappið og kjassið, sem kveikir upp ástríðueldinn, Guði til dýrð-
ar í líkama þínum (þegar þetta er utan hjónabands. Þýð.)?
6. Gerðu ekkert, sem hindrað getur bœnarlíf þitt, andlega ham-
ingju þína, gleði þína í Drottni. í Efesusbréfinu er langur kafli,