Norðurljósið - 01.01.1971, Side 155
NORÐURLJ ósið
155
NÝIR HIMNAR OG NÝ JÖRÐ.
Himnarnir fyrri, flekkaðir af synd Satans og fallinna engla, líða
undir lok.
Hin fyrri jörð, flekkuð af synd Satans og fallinna manna, líður
undir lok.
í himnunum nýju og á hinni nýju jörð verður hvorki harmur,
kvöl né dauði, og synd er ekki framar til.
Himnarnir nýju eru handa heilögum englum og endurleystum,
himneskum lýð.
Hin nýja jörð er handa endurleystum, jarðneskum lýðum Guðs.
Orðin „engin bölvun mun framar til vera“ í Opinb. 22. 3., sýna,
að 1.—5. grein á við tíma eftir þúsundára ríkið. Jes. 65. 20. Hásæti
Guðs og Lambsins er þar. Þess vegna verður það ríki varanlegt.
Guð býr með mönnum á jörðu. 2. Kron. 6. 18. í þúsundáraríkinu
voru til óvinir, kné, sem ekki beygðu sig. I það ríki var ekki öllum
safnað saman undir eitt höfuð í Kristi. En það ríki Guðs kæra son-
ar kemur, þegar öllu á jörðu og himni er safnað saman. Kól. 1. 13.,
20. Sá tími kemur, þegar öllu á himni og jörðu verður safnað saman
undir eitt höfuð í Kristi. Efes. 1. 10.
Þetta er tímabil fyllingar tímans. Það hlýtur að bíða eftir nýjum
himni og nýrri jörðu, þar sem réttlæti býr. Þetta er ríkið, sem ekki
getur bifazt, ríkið, sem kemur eftir það, að himnar og jörð þúsund-
áraríkisins hafa bifazt og liðið undir lok. Hebr. 12. 26.—28. Þessa
ríkis væntum vér eftir fyrirheiti Guðs. 2. Pét. 3. 13. Hinar fullkomnu
dýrðir hans, sem aleinn er maklegur þeirra, hann er Skapari allra
hluta, og allt var skapað HONUM TIL LOFS:
Réttlæti býr um allan heiminn. 2. Pét. 3. 13.
Blessun er um allan heiminn. Opinb. 21. 1.—5.
Jörðin öll er orðin Paradís. Sálmar 29. og 67.
Paradís betra er hús Föðurins og kærleikur. Jóh. 14. 3., 17. 24.
„ÞÁ KEMUR ENDIRINN.“ 1. Kor. 15. 20.—28.
Ekki endir ríkis sonar Guðs og Davíðs, því að „á hans ríki skal
enginn endir verða,“ Jes. 9. 7., Lúk. 1. 33., heldur endirinn, þegar
allar tignir, völd og kraftar lúta Guði. Kristur ríkir, unz allir óvinir
eru lagðir undir fætur honum. Síðasti sigur Drottins Jesú leggur allt
undir hann: Satan, engla, menn og dauðann sj álfan við lok þúsund-
áraríkisins. Þar á eftir, í hinni nýj u sköpun, hefst alheims friðarríki,