Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 157
NORÐURLJ ÓSIÐ
157
Þér skuluð og vera viðbúnir!
Eftirmáli ritstj. Riti þessu sneri ég á íslenzku fyrir mjög mörgum
árum. Þá hafði ég ekki fengiS þá leikni, sem ég hefi nú, er snúa skal
einhverju úr ensku á íslenzku. Frumritið er líklega glatað, ég fann
það ekki. Ég neyddist til að gera smábreytingar á nokkrum stöðum
eða skjóta inn í oröum, svo að hugsunin í efninu kæmi betur fram.
En þetta er ekki víða. Á stöku stöðum hefi ég fellt inn í textann at-
hugasemdir mínar, og er það auðkennt á hverjum stað.
Ég fékk áreiöanlega blessun af þessu riti forðum, og ég hefi aftur
haft blessun af að sýsla við þaö. Megi það verða öllu fólki Guðs til
sannrar blessunar, svo að við verðum öll viðbúin, þegar Kristur
kemur. Dagleg bæn: „Drottinn, gefðu, að ég verði viðbúinn, þegar
þú kemur.“ S. G. J.
Vér í Kristi og Kristur í oss
Inngangur.
Guðs orð geymir marga leyndardóma. Inn í suma þeirra er oss
lcyft að skyggnast. Sumt, er var leyndardómur á dögum gamla sátt-
málans, hefir verið opinberað í nýja testamentinu. Söfnuður Krists
er einn þeirra leyndardóma. Efes. 3. 3.—6. Rikdómur Krists er ó-
rannsakanlegur enn, hvað sem kann að verða opinberað um hann á
komandi heimsöldum. Efes. 3 8.
Leyndardómurinn: Vér í Kristi og Kristur í oss, sem trúum á
hann oss til hjálpræðis, hafa menn reynt með ýmsu móti að skýra,
svo að tornæmur og skilningsslj ór hugur vor geti skilið hann og
numið. enn hafa notið líkinguna um tóma flösku, sem dýft er í kaf
í vatn. Það umlykur hana á alla vegu. Hún glatar ekki eðli sínu,
heldur áfram að vera sjálfstæður einstaklingur, umlukt og full af
vatni.
Onnnur líking hefir einnig verið notuð. Kiildum járnbút er stung-
ið í eld. Hann liggur í eldinum. Smátt og smátt fer hiti eldsins inn
í járnið. Það verÖur glóandi. Sé hitinn nógu mikill, bráðnar það.
Þá getur það tekið á sig lögun eftir ílátinu, sem því er hellt í.
Járnið var í eldinum og eldurinn í járninu, unz hann hafði ger-
breytt lögun þess, en j árn var það áfram.