Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 49
NORÐURLJÓSIÐ
49
við fáum að gjöf, en eigum alls ekki skilið. Hver vill gefa okkur
náðargjöf? Það er Guð. Hver er þessi náðargjöf? Hún er eilíft líf.
í hverjum er þetta eilífa líf? í Kristi Jesú. Þess vegna segir ritning-
in: Sá, sem hefir soninn, það er: Jesúm Krist, hefir lífið. Sá, sem
ekki hefir soninn, hefir ekki lífið.
Aheyrandi minn, postulinn Páll ritaði: „Vér hiðjum í Krists stað:
Látið sættast við Guð.“ Eg bið þig í Krists stað, að þiggja þessa
náðargjöf Guðs til þín, sem er eilíft líf í Kristi Jesú. Hvort sem þú
hlustar á eða lest þetta í einrúmi eða að öðrum viðstöddum, þá segðu
við Guð hið innra með þér eitthvað á þessa leið. 0, Guð, ég játa, að
ég hefi syndgað. Ég tek því á móti gjöf þinni, sem er eilíft líf í Kristi
Jesú, ég tek á móti honum, og ég þakka þér fyrir í hans blessaða
nafni. Amen. Guð skynjar hugsanir okkar, hann sá og skynjaði það,
sem þú hugsaðir innra með þér.
Kristur sagði: Enginn, sem kveikt hefir ljós, setur það undir
bekk, heldur setja menn það á Ijósastiku, til þess að þeir, sem inn
koma, sjái ljósið.“ Þetta merkir, að enginn, sem tekur á móti náðar-
gjöf Guðs, sem er eilíft líf í Kristi Jesú, á að geyma það sem eilíft
leyndarmál innra með sér, heldur láta aðra vita afstöðu sína við
fyrsta tækifæri, sem vanalega gefst mjög fljótt. Mundu það, að Krist-
ur er með þér til að hjálpa þér. Nú skal ég segja þér, hvernig einn
ungur maður fór að, er hann hafði tekið á móti Kristi.
Hann var góður söngmaður, ungi maðurinn, og söng stundum
gamanvísur í samkvæmum. Þegar það kvisaðist, að hann hefði snú-
ið sér til Krists, hugsaði unga fólkið, að það yrði að hafa hann ofan
af þessu. Honum var boðið í samkvæmi og beðinn að hafa söngvana
sína með. „Má ég syngja það, sem ég vil?“ spurði hann. Það var
auðvitað alveg sjálfsagt.
Hann fór í samkvæmið og hafði söngva með og nóturnar líka.
Ung og falleg frænka hans átti að leika undir fyrir hann. Hann gekk
að slaghörpunni og rétti henni nóturnar. Það kom fát á stúlkuna, en
hún hóf undirleikinn og hann sönginn. Þetta var samt ekki gaman-
bragur, heldur sálmur um Drottin Jesúm Krist og hvatning til allra
viðstaddra að snúa sér til hans. Fólkið hlýddi á sönginn, en er sálm-
urinn var búinn, var söngvaranum þakkað fyrir og gefið til kynna
um leið, að þetta væri nóg. Hann bað þá að hafa sig afsakaðan, yfir-
gaf samkvæmið, og honum var aldrei boðið aftur.
Drottinn kallaði þennan unga mann til þjónustu sinnar síðar meir.