Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 133
NORÐURLJÓSIÐ
133
Tárin komu í augu gömlu konunnar. Hún hafði aldrei
áður heyrt neitt þessu líkt. Hún hafði aldrei orðið vör við
nokkurn, sem elskaði hana. Maðurinn hennar hafði farið ver
með hana en hundinn sinn. Drengirnir hennar höfðu aldrei
sagt við hana eitt kærleiksorð. Alla sína ævi hafði hana
skort kærleika. Nú kom Kim og sagði frá Guði, sem elskaði
hana. Var það þá nokkur furða, þótt hún hlustaði á af öllum
mætti.
Kim sagði frá öllu, sem hann vissi. Reyndar var það alls
ekki svo mjög lítið. Hann vissi, að Jesús elskar syndara og
vill svo fúslega vera bezti vinurinn okkar. ,,0g“, sagði Kim,
„svo er hann vegurinn og sannleikurinn. Sá, sem fylgir hon-
um, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.“
— Ommu gömlu fannst það hljóma undarlega, að hann væri
vegurinn.
„Segðu mér meira um þetta,“ mælti hún.
Kim lofaði, að næsta dag skyldi hann segja frá meiru.
Hann skildi ekki vel, livað það þýddi, að Jesús er vegur-
inn, en hann vissi, að það er gott að biðja til Jesú. Það gerði
hann á hverjum degi.
Dag nokkurn sá hann gamlan mann, sem staulaðist af stað.
Kim elti hann til að sjá, hvert hann færi. Idann grunaði,
að gamli maðurinn ætlaði að fara og færa skurðgoðunum
fórn. Rétt var það, gamli maðurinn gekk inn í musteri skurð-
goða. Kim elti hann og sá, hvernig maðurinn fleygði sér
flötum fyrir framan Ijótu skurðgoðin, um leið og hann
muldraði bænir sínar. Kim sér, að gamli maðurinn er hrædd-
ur við skurðgoðin sín. Með angist í rómnum biður hann
goðin að vísa sér veginn til hamingju og friðar.
Þá gat Kim ekki ráðið við sig lengur. Hann gengur til
gamla mannsins og segir: „Eg veit um Guð, sem er vegur-
inn.“
Efablandinn horfir gamli maðurinn á hann. Þá segir Kim
honum frá Jesú, sem er vegurinn og sannleikurinn.