Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 59
N ORÐURLJ ÓSIÐ
59
un fann. Hjá honum drakk ég lífs af lind, mitt líf er sjálfur hann.“
í’etta syngja kirkjukórarnir. Hve margir í þeim syngja þetta af eig-
in reynd. Eða er þetta sálum þeirra innantóm orð við fagra tóna?
Ef við flettum upp guðspjalli Jóhannesar 6. kafla og 40. grein,
mæta þar okkur þessi orð: „Þetta er vilji föður míns, að hver, sem
sér soninn og trúir ó hann, hafi eilíft líf, og ég mun upp vekja hann
á efsta degi.“ Við höfum áður séð, að Guð vill, að allir menn alstað-
ar geri iðrun, breyti hugarfarinu, snúi frá syndum og eiginvilja til
að gera vilja Guðs. Við höfum séð, að Guð vill, að allir menn kom-
izt til þekkingar á sannleikanum. Við höfum heyrt, að Drottinn Jesús
Kristur staðhæfði, að hann væri sannleikurinn, sá sannleikur, sem
mannshjartað þráir að þekkja sér til svölunar. Nú sjáum við, að
Guð vill gefa hverjum þeim eilíft líf, sem sér Soninn, það er að segja
Jesúm Krist, og trúir á hann.
Orðin „eilíft líf“ merkja hér ekki óendanlega tilveru. Við sjáum
það af því, hvernig Drottinn vor skýrir þessi orð í bæn sinni, sem
er skráð í 17. kafla Jóhannesar guðspjalls. Hann segir þar: „í þessu
er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina, sanna Guð, og
þann, sem þú sendir, Jesúm Krist.“ Brottför mannsins frá Guði
hefir svipt hann þekkingunni á Guði. Lífið, sem við lifum án Guðs
og án Jesú Krists, er ekki hið sanna líf, ekki lífið, sem Guð hefir
ætlazt til, að við fengjum að njóta hér í heimi og í eilífðinni.
Hvernig getum við eignazt þetta líf, þessa þekkingu á Guði og
Jesú Kristi? Með því að sjá Soninn. Orðið að sjá merkir hér að
horfa á, beina athyglinni að, einblína, stara á Jesúm Krist, sjá engan
eða ekkert sér til hjálpræðis nema hann. Orðið trúir merkir að
treysta, reiða sig á, treysta á Jesúm Krist einan, að hann veiti hjálp-
ræðið, eilífa lífið, þekkinguna á Guði, sambandið við Guð, sem
maðurinn glataði, þegar hann í Edengarði tók vilja sinn fram yfir
vilja Guðs, upphóf sjálfan sig til að gera það, sem Guð hafði bann-
að, syndgaði og uppskar vanlíðan.
Ungum manni í Lundúnum leið illa. Hann fann, að hann var
syndugur, en hvernig hann gæti losnað við syndir sínar og þá byrði,
sem þær voru honum, það vissi hann ekki. Þó var faðir hans prest-
ur, og afi hans var prestur. En trúin verður ekki tekin í arf. Synda-
fyrirgefning er ekki erfðafé, sem gangi mann frá manni, kynslóð
eftir kynslóð. Ungi maðurinn ákvað að fara í allar kirkjur í borg-
inni til að vita, hvar hann fengi þann boðskap, sem gæti hjálpað