Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 189
NORÐURLJ ÓSIÐ
189
kallað til að taka stjórnandi þátt í starfi hans heima og úti um heim-
inn, að hann leiði þá í ákvörðunum þeirra.
Sundrungar öfl eru að verki, sem eyða vilja hreinleika og friði
safnaðar Krists. Við biðjum Guð að vaka yfir heilbrigði líkama
Krists hér á jörðu.
Við biðjum Guð að efla kennslu í orði hans, sem fer fram í biblíu-
skólum, í öðrum menntastofnunum og með bréflegum námskeiðum,
að hann noti þetta til að senda verkamenn til þjónustu sinnar.
Við skulum biðja fyrir börnum trúboða á trúboðsakrinum, að
þau geri sér Ijóst, hvaða 'hlut þau eiga í allri þjónustu fagnaðar-
boðskaparins.
Skortur á trúboða-efnum getur stafað af því, að við höfum ekki
hlýtt þeirri skipun: að biðja Herra uppskerunnar, að hann sendi
verkamenn til uppskeru sinnar. Við skulum hlýða þessu nú í dag.
Við ættum að biðja reglubundið um ferska „matarlyst“ á orði
Guðs og nýtt vandlæti vegna vilja Guðs, sem komi í ljós í líferni
okkar.
Við biðjum Guð, að friður og samræmi fái ríkt á milli inn-
fæddra, kristinna manna á trúboðsakrinum. Sami mismunur er á
þeim og okkur hér, þeir eru ólíkir.
Við biðjum fyrir boðskapnum, sem útvarpað er um allar álfur.
Biðjum fyrir þeim, er hlusta og taka á móti honum. Þeir þarfnast
víða sérstakrar varðveizlu.
Við þökkum Guði að hafa mátt taka þátt í bænaþjónustu. Við
biðjum, að við verðum helgaðri Guði og áhugameiri um starf hans
með hverjum mánuði, sem líður.
Greinarnar eru 31, ein fyrir hvern dag mánaðarins. — Þær eru
að mestu þýddar eftir „Bæna-almanaki“ Evangelical Alliance trú-
boðsins. Ef til vill er þetta mikilvægasta greinin, sem Nlj. flytur að
þessu sinni. Skora ég á allt Guðs fólk að nota eitt eða fleiri af þess-
um bænarefnum daglega. Sjálfur ætla ég að gera það eftir þeirri náð,
sem Guð gefur mér til þess.
S. G. J.
Fyrirheit Drottins Jesú:
„Biðjið, og yður mun gefast.“ Matt. 7. 7.
„Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gera það.“ Jóh.
14. 14.
„Biðjið hver fyrir öðrum.“ Jak. 5. 16.