Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 25
NORÐURLJÓSIÐ
2ó
BENDINGAR HANDA HEITBUNDNU FÓLKI.
Þegar tvær manneskjur eru orðnar vissar um að þær elskast og
ástin er orðin varanleg, svo að þær áforma að ganga í hjónaband,
þá munu þær ekki koma fram eins og þær væru ókunnugar eða lítt
nánir vinir. Ég býst við, að heiðarlegt og einlægt kristið fólk, þegar
það er heitbundið, muni búast við einhverjum ástaratlotum. Þó er
það ekki alltaf. Sum af hamingjusömustu hjónunum, sem ég
hefi kynnzt, kysstust aldrei fyrr en þau voru komin í hjónabandið.
Trúlofað fólk þarf að hafa á sér sterkar hömlur. Það er ekki gift
og ætti því ekki að hegða sér eins og hjón. Þau, er sannarlega elsk-
ast, geta beðið dálítið og þá notið hvors annars betur eftir gift-
inguna.
Þegar trúlofað fólk faðmast mikið, getur ófullnægð kynþrá látið
þeim líða mjög illa. Heimskulegt er að kveikja sterkar þrár, sem
ekki er rétt að fullnægja. Freisti trúlofað fólk sjálfs sín, getur það
fallið í syndina miklu, saurlifnaðinn. Þótt það sé trúlofað, er saur-
lifnaður mikil synd, sem valdið getur beisku hugarangri.
Ungur maður sagði mér hryggur frá því, hvernig öll framtíðar-
áform hans fóru í rúst. Hann unni fagurri mey, og hún elskaði hann.
Þau breyttu of frjálslega hvort við annað, líkamlegar girndir þeirra
sigruðu þau. Þau biðu ekki hjónabandsins, en óvirtu ást sína með
saurlífisathæfi. Þá dó ást þeirra. Þau blygðuðust sín, urðu hugsjúk
og misstu svo virðingu hvort fyrir öðru, að ást þeirra hvarf, og
hjónaband varð óhugsanlegt. Æskufólk, ef þið óskið ykkur ham-
ingjuríks hjónahands, þá verið hófsöm í atlotum ykkar, þegar þið
eruð heitbundin. Sjáið til þess, að enginn geti sagt, að þið hafið
saurgað ykkur á undan hjónabandinu. Sjáið til þess, að þið berið
svo mikla virðingu fyrir hvors annars líkama, að hjónabandið verði
þeim inun indælla, af því að þið hélduð ykkur í skefjum. Vegurinn
eini til mestu hamingju hjónabandsins er bindindi og heiðarleg
stjórn á sér og sómakær ást á undan hjónabandinu.
Það hefir verið ritað hér nokkuð bert og langort um þetta efni:
kjassið og klappið, í þeirri trú, að inilljónir ungs fólks, sem freistast
gæti til saurlifnaðar eftir hið venjulega kjass og klapp, gæti sloppið
við hugarkvöl og synd, ef það væri aðvarað ástúðlega og skynsam-
lega.