Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 82
82
NORÐURLJ ÓSIÐ
hún ekki fundið, hvorn staðinn hún ætti að velja. Loksins hafði hún
orð á þessu vandamáli við Völdu.
„Fara? Ó, Nora, nei.“
„Þú veizt, góða, að ég verð að gera það. Eg fékk að vera hér að-
eins um tíma. Nú skil ég hetur, hvílíkt vandamál þetta hefir verið
fyrir þig, þegar ég skrifaði þér.“
„Það hafa orðið breytingar síðan. Jafnvel þú, ókunnug hér, hlýt-
ur að hafa veitt því eftirtekt.“
„Það er nú ekki alveg aðalatriðið, er það?“ Hún þagnaði og sá
kvölina í augum vinstúlku sinnar. „Líður þér þá mjög illa?“ spurði
hún blíðlega.
Valda svaraði lágmælt: „Lífið var nærri því óbærilegt, þangað
til þú komst.“
„Láttu þá Krist koma til að dvelja hér. Hann getur gert meira
fyrir þig en ég.“
Valda kinkaði kolli. „Ég veit það nú, en ég held mér geti ekki
tekizt það.“
„Láttu þá Guð gera það fyrir þig, góða mín. Hann hefir heitið
því, að vera alltaf hjá okkur. 'Er það ekki nóg fyrir þig?“ Nora sá,
að vinstúlka hennar íhugaði þetta, og bað í hljóði.
„En það hlýtur að vera eitthvað, sem ég verð að gera til þess að
öðlast þetta hjálpræði?“
„Jú, það er eitthvað. Trúðu aðeins. Biblían segir: „Trú þú á
Drottin Jesúm Krist og þú munt verða hólpinn.“
Ég trúi, Nora, en það virðist ekki hafa valdið neinni breytingu.“
„Hefir þú nokkru sinni reynt bæn? Onnur grein í biblíunni segir,
að ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að
hann fyrirgefur oss syndirnar. Hefir þú gert það?“
„Viltu hjálpa mér?“
„Auðvitað vil ég það.“ Það voru tár í augum Noru, er hún í þög-
ulli bæn bað Guð um þá hjálp, sem hún þarfnaðist.
Valda kraup niður við hlið vinstúlku sinnar og hlustaði mjög
rólega á, er stúlkan bað fyrir henni, orðin voru látlaus og einlæg.
Hún fann, að hindrunin, sem staðið hafði í vegi fyrir henni, var
fallin. Þegar rödd Noru þagnaði, gat hún sjálf farið að biðja. Er
þær risu á fætur, lá við, að þær grétu hátt af gleði.