Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 103
NORÐURLJ ÓSIÐ
103
trúa á Krist, felur það í sér, að þú verður að viðurkenna fyrir Guði,
að Kristur dó vegna synda þinna. Með þeirri trú veitir þú þeini
staðreynd viðtöku, að dauði Krists borgaði fyrir þá hegningu, sem
þú verðskuldar vegna syndar þinnar. Slík trú felur það í sér, að þú
vilt hætta við allar syndir þínar og afhenda Kristi þig algerlega til
að fylgja honum.
Vér treystum orðum manna á hverjum degi. Getur þú þá ekki
treyst orðum hins eilífa, lifandi Guðs? Hlustaðu á, hvað hann segir:
«Hjá þér er uppspretta lífsins.“ (Sálm. 36. 10.)
„Sá, sem trúir á Soninn, hefir eilíft líf, en sá, sem óhlýðnast
Syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir
honum.“ (Jóh. 3. 36.)
Með trúnni á Krist tryggjum vér vort andlega líf.
Þetta er sönn líftrygging! Er líf þitt tryggt í raun og veru?
R. W.
Ef til vill langar þig til að tala við einhvern um ofanskráð efni.
Sé það svo, er þér velkomið að hafa samband við undirritaðan:
Ríkharður Vilhjálms,
Hraunbæ 98, Reykjavík.
Hvað býður Kristur mönnunum?
Jesús Kristur býður mönnum, í fyrsta lagi, fyrirgefningu synda
þeirra. Þegar einhver skilur þessa fyrirgefningu og er þakklátur
fyrir hana, eignast hann gleði og frið.
í öðru lagi, Kristur býður mönnum andlegt líf. Andlega lífið ger-
ir mönnum kleift að lifa dag hvern Guði þóknanlega og vinna sigur
á kringumstæðum og vandamálum. Þetta líf, sem Kristur gefur, gerir
inanninn færan um að lifa því lífi, sem veitir honum fullnægju.
Þessu lífi fylgir kraftur, sem gerir mönnum kleift að syndga ekki,
þegar þeirra er freistað. Kraftur þessi kemur samt sem áður ekki
frá manninum sjálfum. Reyni hann að sigra syndina í eigin mætti,
mun hann bíða ósigur að lokum. Menn geta fengið sigur fyrir kraft-
inn, sem Jesús Kristur býður þeim.
Maður, sem fylgir Kristi, fær venjulegast að reyna allar sömu
freistingar og vandamál, sem mæta öðrum mönnum. Mismunurinn