Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 29
NORÐURLJÓSIÐ
29
stúlkur hafa rekið sig á það síðar, sér til sárrar hryggðar, að þær
giftust óguðlegum manni. Ástin til eiginkonu er ekki nógu sterk
til að gera góðan eiginmann úr þeim, sem elskar ekki Guð. Það
er aldrei óhætt fyrir frelsaða stúlku að giftast ófrelsuðum manni.
Engum frelsuðum manni er óhætt að ganga að eiga ófrelsaða stúlku.
Slík hjónabönd reynast sjaldan vel eða verða hamingjusöm. Þau
verða aldrei hamingjusöm, nema Guð af sinni miklu miskunn gefi
öðrum makanum að vinna hinn. Það gerist sjaldan, nema þá eftir
hjartakvalir og erfiðleika árum saman.
Um þetta atriði segir svo í 2 Kor. 6. 14.—16.:
„Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum; því að hvað
er sameiginlegt með réttlæti og ranglæti? Eða hvaða samfélag hefir
ljós við myrkur? Og hver er samhljóðan Krists við Belíal? Eða
hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum? Og hvað á musteri
Guðs við skurðgoð saman að sælda? Því að vér erum musteri lif-
anda Guðs, eins og Guð hefir sagt: ,Eg mun búa hjá þeim og ganga
um meðal þeirra, og ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera
lýður minn‘.“
Þið skiljið, að frelsaður maður og vantrúaður geta ekki haft
raunverulegt samfélag. „Hvað er sameiginlegt með réttlæti og rang-
Iæti?“ Þetta getur ekki haft raunverulegt samfélag, því að „hvaða
samfélag hefur ljós við myrkur?“ Það er eðlislægur og grundvallar-
mismunur á líferni, eðlisfari og afstöðu hjartans hjá þeim, sem er
frelsaður, og hjá hinum, sem er glataður. Annar elskar Guð, hinn
fyrirlítur hann. Annar hefir treyst á Krist sér til sáluhjálpar, hinn
hefir hafnað honum.
Hvernig eiga hjón að geta lifað í samlyndi, ef annað þeirra er
hólpið, en hitt glatað? í barni Guðs hýr Andi Guðs. Hann dvelur
í líkama þess. 'Hvort sem þú veizt það eða veizt það ekki, ert þér þess
meðvitandi, finnur það alltaf eða ekki, ef þú ert Guðs barn, þá
dvelur Andi Guðs í þér, og líkami þinn er musteri Guðs. Hve óskyn-
samlegt, hve örugg leið til hjartakvala er það, þegar kristin mann-
eskja gefur musteri Guðs undir stjórn duttlunga þeirrar manneskju,
sem enn er ófrelsuð og því undir valdi Satans.
Sannkristið fólk ætti því aldrei að ganga að eiga þá, sem eru ó-
frelsaðir. Og prédikarar ættu aldrei að taka þátt í þeim hjónavígsl-
um, þar sem annar aðilinn segist vera frelsaður, en hinn ekki.
I 1 Kor. 7. 39. talar ritningin um hjónaband ekkna. „Konan er