Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 18
18
NORÐURLJ ÓSIÐ
né henni drekkt, og ekki verður hún auðæfum keypt. En það verður
að vera hrein hjónaást, þar sem hvor makinn gefur sig hinum al-
gerlega. Hún verður og að vera óflekkuð af synd, því að „ástríðan
(afbrýðin, ensk þýð.) er hörð eins og hel.“
Ritningarkaflarnir hér að framan eru Guðs innblásið orð. Dr.
Scofield (Hann gaf út biblíuna með mjög góðum skýringum. Þýð.)
segir: „Hvergi í ritningunni stígur óandlegur hugur fæti á stað,
sem er honum eins óskiljanlegur og leyndardómsfullur og þessi bók.
Þótt hið helgasta fólk, konur sem karlar, á öllum öldum hafi fundið
í henni lind hreinnar og frábærrar ununar. Þetta, að elska brúð-
gumans guðdómlega skuli samsvara ást í hjónabandi, er einungis
illt í augum meinlæta hugarfars, sem finnst sjálf hjónabands-þráin
vera vanheilög.“
Algert frelsi til ástaratlota og ástarnautnar er viðeigandi innan
hjónabandsins.......En þetta er greinilega ætlað giftu fólki. Það
er vissulega illt og auvirðilegt, þegar kjass, klapp og þukl sprettur
af vanheilagri girnd, taumlausri, dýrslegri, í stað þess að vera
komin frá réttri, heilagri hjónabands-ást.
Það er augljóslega ætlunin, að klapp og náin ástaratlot sé undir-
búningur kynmaka. Þar af leiðir, að þetta er ætlað einungis giftu
fólki.
Það er líka ljóst af ritningunum, að kossar og ástaratlot utan
hjónabands leiða fólk oft til hórdóms. Dæmi slíks er að finna í
Orðskviðunum 7. kafla, um ungan mann, sem kona ginnir til sín.
„Hún þrífur í hann og kyssir hann.“ „Hún tældi hann með sínum
áköfu fortölum, ginnti hann með kjassmælum sínum og segir við
hann, ósvífin í bragði: „.... Kom þú, við s'kulum drekka okkur
ástdrukkin fram á morgun, gamna okkur með blíðuhótum.“ (6.—
18. grein). Þannig geta kossar, smjaður og blíðuhót konu leitt mann
til þess að drýja hór.
Salómó segir þetta í Orðskv. 5. 15.—23.:
„Drekk þú vatn úr vatnsþró þinni og rennandi vatn úr brunrii
þínum. Eiga lindir þínar að flóa út á götuna, lækir þínir út á
torgin? Þér einum skulu þær tilheyra og engum óviðkomandi með
þér. Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku
þinnar, elsku-hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst hennar geri þig ætíð
drukkinn, og ást hennar fjötri þig ^evinlega. En hví skyldir þú, son
minn, láta annars manns konu töfra þig og faðma barm annarlegrar