Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 35
NORÐURLJÓSIÐ
35
azt að senda þeim lítil börn. En hamingjusamari hefðu þau samt
orðið, ef lítil börn 'hefðu verið þar.
7. Falslaus ást er nauðsynleg í vel heppnuðu hjónabandi.
„Þér menn, elskið konur yðar að sínu leyti eins og Kristur elskaði
söfnuðinn.“ Efes. 5. 25. Eldri konur eiga að kenna yngri konum að
„elska menn sína.“ Tít. 2. 4. í hamingjusömu, vel heppnuðu hjóna-
bandi verður að vera gagnkvæm ást.
Kynlöðun — líkamlegt aðdráttarafl kynjanna hvort á annað —
er ekki hið sama og ást. Kynlöðun getur verið þáttur í ástinni, en
aðdráttarafl líkamans er ekki nóg til að tryggja hamingjusamt heim-
ili. Það ætti að vera sönn virðing og aðdáun af mannsins hálfu gagn-
vart konunni og af konunnar hálfu gagnvart manninum.
Ungt fólk getur notið nálægðar hvors annars, er það situr með
arminn hvort um annars háls, kjassar og klappar. Það mun líklega
reka sig á, að þetta er ekki sönn ást, ef það getur ekki setið, haft bil
á milli sín, rætt um heitustu áhugamál sín og notið þess að vera sam-
an. Það er þá kynlöðun og líkamlegt aðdráttarafl. En slíkt er ekki
traustur grundvöllur hjónabands.
Ungi maður, elskar þú ungu stúlkuna, af því að hún er góð og
væn, hefir góða söngrödd eða ann hljómlist? Elskar þú hana, af því
að hún er svo innilega trúuð, svo fús að þjóna Guði? Elskar þú
hana, af því að hún kennir í brjósti um þá, sem eiga bágt, er hlátur-
mild, augnaráðið bjart og skilningur hennar skarpur? Elskar þú
hana, af því að hún er gædd saíinkristinni skapgerð? Sé þetta svo,
þá er þetta ástin, sem ætti að vera í sérhverju sönnu hjónabandi.
Unga mær, elskar þú manninn þinn tilvonandi, af því að hann er
sterkur, djarfur, greindarlegur? Er hann gæddur skapgerð, sem þú
dáist að hjá föður þínum eða bróður? Finnst þér hann skynsamasli
pilturinn, sem þú hefir kynnzt? Geðjast þér líkamsstelling hans, er
hann stendur uppréttur eða sýnir móður sinni vingjarnleik og gömlu
fólki nærgætni? Ertu hreykin af kristilegri skapgerð hans, trúfesti,
hreinleika lífernis hans, framaþrá og framtíðaráformum? Sé þetta
svo, þá er það sú tegund ástar, sem er grundvöllur hamingjuríks
hjónabands.
Ég sting upp á því, að þið kynnið ykkur fjölskyldu hans eða henn-
ar, sem þið ætlið að eiga. Ungi maður, er móðir stúlkunnar elsku-
leg kona? Getur þú dáðst að heimilishaldi hennar, tali, skapgerð?