Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 42
42
NORÐURLJ ÓSIÐ
ðeí liig, ungí maiur, í askn þinni
ÚTVARPSERINDI EFTIR RITSTJÓRANN.
Flutt jyrst i Menntaskólanum, Akureyri.
Salómó konungur, vitrasti maður veraldar, var án vafa gleðimað-
ur framan af ævinni. Á einum stað í Orðskviðum sínum segir hann:
„Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.-1
Hann var líka æskunnar maður. Orðskviðir hans áttu að veita „hin-
um óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni.“ Þótti mér
mjög vænt um það í æsku, er ég las þessi orð og sá, að þau voru
handa mér, unglingnum óreynda. Þau eru handa þér, ungi maður og
unga mær. Þau geta virzt þér torskilin sum við fyrsta lestur. Þá er
að lesa þau aftur. Það gerir eða gerði dr. Billy Graham. Hann sagði
eða skrifaði einu sinni, að hann læsi alltaf einn kapítula í Orðskvið-
um Salómós á hverjum degi.
„Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni og lát liggja vel á þér ung-
lingsár þín.“ Þessi orð Salómós hljóta að finna hljómgrunn í hjört-
um unga fólksins. Mannshjartað þráir gleði, æskan ekki síður en
annað fólk. Ég tel alveg sjálfsagt, að allir mínir áheyrendur, sem
ungir eru, vilji fylgja þessu ráði Salómós. Nú skulum við heyra
aðra ráðlegging hans:
„Hrind gremju burt frá hjarta þínu.“ Þannig hljóðar hún. Naum-
ast munu reiðir, ungir menn verða þessu sammála, sá hluti æskunn-
ar, sem „eigi ægir allra djöfla upphlaup að sjá, og hverri tign að
velli velt, sem veröldin á,“ eins og Þorsteinn skáld Erlingsson kvað
hér fyrrum. Unga fólkið reiða mun eflaust svara Salómó og segja
eitthvað á þessa leið: „Við verðum að vera reið vegna alls þess rang-
lætis, sem við sjáum allt í kringum okkur. Við verðum að mótmæla
þessu. Við verðum að rífa niður þetta rangláta þjóðskipulag.“
Gremja ykkar við þjóðfélagið og mannfélagsmeinin minnir mig lít-
ið eitt á sjálfan mig, þegar ég var strákur innan við fermingaraldur.
Þar sem ég ólst upp, á Miðfjarðarhálsi í Vestur-Húnavatnssýslu,
stóðu víða vörður, hlaðnar upp úr grjóti, sumar hálfhrundar, aðrar
nokkuð stæðilegar. Ég var þá svo kraftalaus, að ég gat engar vörður