Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 81
NORÐURLJÓSIÐ
81
Það gæti verið, að ég hefði hugsað mig tvisvar um áður en ég sótti,
hefði ég vitað það. Ég get með engu móti þekkt þá að, og þeir vita
það,“ sagði hún hlæjandi.
Kvöldverðurinn um kvöldið var ekki eins hljóðlátur og venjulega.
Nærvera Noru hafði valdið breytingu, einhvern veginn. Jafnvel frú
Larner sýndi áhuga fyrir því, sem gerðist í skólanum og tók þátt í
almennum hlátri, þegar Nora lýsti þríburunum.
Næstu dagar urðu myndin af mánuðinum á Larner heimilinu. A
milli kvöldverðar og náttverðar sat Nora við skrifboíðið og vann,
leiðrétti, undirbjó sig og teiknaði. Eftir náttverð var hún með fjöl-
skyldunni, fór stundum í leik eða lék á slaghörpuna eða prjónaði.
Ilúri var hljóðlát og ánægð og breiddi ánægju út frá sér, er vikurn-
ar liðu. Tvíburunum og henni hafði orðið vel til vina, fóru þau treg
í skólann, því að þau vissu, að hún yrði farin, er þau kæmu aftur.
Síðdegis á laugardögum fóru stúlkurnar oft út saman á reiðhjól-
um og leituðu uppi fagra staði. Valda hafði sjálf smurt og málað
reiðhjólið sitt og fann til dálítillar hreykni yfir verki sínu.
Á sunnudagsmorgnum læddist Nora hljóðlega út úr húsinu til að
vera við guðsþjónustu. Bað hún þá, er hún gerði þetta, að sá dagur
kæmi, að Valda yrði með henni. Á kvöldin fóru þær saman, og hún
var sæl að sjá augljósan áhuga hjá vinstúlku sinni. Nora var viss
um, að Völdu leið illa. Hún hafði fundið það eftir fáeinar stundir,
er hún kom. Nú eftir nokkrar vikur var hún farin að skilja sumar
ástæðurnar. Smám saman hafði hún raðað saman þessari mynda-
gátu, sem Larner heimilið var. Hjarta hennar kenndi til með fólk-
inu, sem hvert í sínu lagi reyndi að leysa viðloðandi vandamál sín.
Hún bað fyrir því á hverjum degi, en sérstaklega þó fyrir Völdu.
Er James var orðið ljóst, að Nora sótti reglubundið guðsþjón-
ustur á hverjum sunnudagsmorgni, bauðst hann til að aka henni til
kapellunnar áður en hann ók þangað, er hann sótti kirkju. í fyrst-
unni gladdi það hana, að hann fór í kirkju reglubundið. En brátt
skildi hún, að hann gerði þetta, af því að hann taldi rétt að gera
það, en ekki vegna þess að hann langaði til þess.
Er mánuðurinn var liðinn, fór Nora að hyggja eftir öðrum dval-
arstað. Hún spurðist fyrir hjá nýjum vinum sínum og frétti brátt
um tvær fjölskyldur, sem gætu haft hana. Hún var dálítið leið yfir
að hugsa til að fara frá „Víðsýni“, því að henni þótti vænt um stað-
inn, þótt Valda fyrirliti hann. Þótt hún bæði um leiðbeiningu, gat