Norðurljósið - 01.01.1971, Side 149
NORÐURLJÓSIÐ
149
hvítasunnu. Vinirnir gleðjast mikillega við rödd brúðgumans. Brúð-
urin gleðst við kærleika hans.
Himinninn opinn. Opinb. 19. II.
Sjá, konungurinn kemur.
Himneskar sveitir munu koma niður til jarðar: Brúður, vinir,
þjónar, tignir, völd, furstar, fylkingar herskara engla. Kristur kem-
ur og allir heilagir með honum niður til Olíufj allsins. Sak. 14. 4., 5.
Júdasar br. 14., Opinb. 19.14. Herskarar himnanna mæta herskörum
jarðar. Uppreisnarforinginn tortímist. 2. Þess. 2. 8.
Kristur steig upp frá Olíufj allinu. Hann kemur þangað aftur.
Post. 1. 9.—12., Sak. 14. 4., 5. Jörðin verður öll uppljómuð af dýrð
hans. Esek. 43. 2.
ATBURÐIR Á JÖRÐU.
Þeir gerast samtímis því, sem gerist á himni. Þeir eru hér athug-
aðir síðar. Þeir byrja að gerast þegar eftir brotthrifningu Guðs
fólks. (Þetta er 70. vikan, sem talað er um í spádómsbók Daníels.
Dan. 9. 27.)
Enok gekk með Guði. 1. Mós. 5. 22. Hann hvarf, því að Guð tók
hann. 1. Mós. 5. 24. Hann jannst ekki. Hebr. 11. 5.
Elía fannst ekki, 2. Kon. 2. 17., þegar þeir leituðu hans. Þegar vér
verðum hrifin burt, finna þeir oss ekki, sem leita vor.
Hræðileg leit verður gerð að horfnum ástvinum. Samvizkan vakn-
ar, en of seint. Dyrunum hefir verið lokað. Örvæntingarópið hljóm-
ar: „HERRA, HERRA, LJÚK UPP FYRIR OSS!“ Matt. 25. 11.
Svarið er skelfilegt: „ÉG ÞEKKI YÐUR EKKI!“ Matt. 25. 12.
Yfir alla þá menn, sem vaknað hafa og séð dyr himnanna opnast
og lokast, fellur „MEGN VILLA“, og þeir trúa lygi Satans, er hann
smíðar til að hugga þá. Samvizku mannanna svíður undan refsi-
dómum Guðs, sakir þess að þeir vildu ekki veita sannleikanum við-
töku á náðardögunum, sem nú eru liðnir. 2. Þess. 2. 10., 12.
VOÐAATBURÐIR GERAST.
Stríð, hallæri, drepsóttir, byltingar á jörðu og meðal himinhnatt-
anna, Opinb. 6. 8., 12.; umbrot í sjónum, Opinb. 8. 8.; eldur frá
himni, engisprettur frá brunni undirdjúpsins, Opinb. 9. 3.; menn
leita dauðans, — en dauðinn flýr þá, Opinb. 9. 6.