Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 33
NORÐURLJÓSIÐ
33
í kaþólskum skóla eða klaustri. Hjá slíkum hjónum skortir samstill-
ingu, einingu, sem er grundvöllur hamingju.
Trúuð manneskja, heimslega sinnuð, sér enga hættu við dansinn,
að sækja kvikmyndahús, drekka vínblöndu og peningaspil. Biblíu-
leg, trúarheit manneskja, greind frá heiminum, trúir því, að hún
eigi að varðveita sig frá heimshyggju og synd. Geta slíkar mann-
eskjur orðið hamingjusöm hjón? Þau eru ekki alveg samþykk. Þau
eiga ekki eitt hjarta og eina sál.
Setjum svo, að eiginmaðurinn vilji eignast börn. Hann telur þau
eðlilegan og réttmætan ávöxt hjónabandsins. Setjum svo, að konan
líti þannig á, að börnin verði til byrði og ábyrgðin of mikil, svo
að hún vill ekki ala börn. Þau eru ekki samþykk og þess vegna ekki
eitt.
Vænti hjónaefni þess í raun og veru, að þau verði hamingjusöm
og farsæl í hjónabandinu, ættu þau að ganga úr skugga um, að þau
séu sammála í öllum mikilvægum efnum. Þau ættu að vera samhuga
í öllum rnálum, er samvizku þeirra varðar og hamingju. Sannindi
þessi eru falin í eðli sjálfs hjónabandsins og í kröfu biblíunnar, að
eiginmaður og eiginkona verði eitt.
4. Fólk, sem vill njóta hamingjusams, vel heppnaðs hjónahands,
œtti að hafa biblíuna sem grundvöll hjónabandsins og heimilis-
ins.
Minnizt þess, að biblían segir, hvernig njóta megi hamingjuríks
heimilislífs. Þeir, sem vilja njóta þess, eiga því að taka þá ákvörð-
un, að þeir skuli fylgja biblíunni. Allar líkur eru til þess, að það
heimili verði hamingj uríkt, þar sem fjölskyldan á saman guðrækni-
stund á hverjum degi, börnunum er kennt Guðs orð, þakkargerð er
höfð um hönd við máltíðir og litlum börnum er kennt að krjúpa
niður og biðja við kné móður sinnar eða rúmið sitt.
Næst því, að sannkristið fólk giftist saman, tel ég ekkert vera
mikilvægara en það, að heimilislífi sé hagað samkvæmt mælikvarða
hiblíunnar. Þar, sem Guð er í raun og veru með í heimilislífinu,
verður nálega öruggt, að heimilið verður hamingjusamt. Hvernig
gæti það orðið á annan veg?
Biblíulegur mælikvarði er sama sem biblíulegar reglur. Eigin-
maðurinn verður að setja sér, að hann sé höfuð heimilisins og
taki á sig þá ábyrgð, frammi fyrir Guði, sem honum er veitt í orði