Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
í líkingunni fyrri er það hreinsunin, fyllingin, sem er aðalatriðið.
I hinu síðara gerbreytingin, sem getur orðið á manninum, sem
er í Kristi, dvelur í Kristi.
Drottinn Jesús sjálfur tók þetta mál til meðferðar í 6. kafla guð-
spjalls Jóhannesar. Til þess að lesendur hafi sem mest gagn af hug-
leiðingum þeim, sem fylgja hér á eftir, ættu þeir að lesa kaflann nú
þegar og hafa hann svo við höndina, meðan þeir með bæn til Guðs
um blessun hans lesa það, sem hér kemur.
1. HUNGUR OG SAÐNING.
Sendiboðar Jesú voru þreyttir. Þeir höfðu verið að ferðast um,
prédika og lækna. „Komið þér nú sjálfir einir saman á óbyggðan
stað og hvílizt um stund,“ sagði hann. Mark. 6. 30.—32.
Þeir fóru burt á bátnum á óbyggðan stað. En fólk sá til ferða
þeirra. Tækifærinu dýrmæta, að heyra Jesúm kenna eða leita sér
lækninga, ekki mátti glata því. Múgur og margmenni beið þeirra,
er þeir komu að landi.
Áforrn Jesú, að veita þreyttum lærisveinum hvíld, var orðið að
engu. Menn bregðast misjafnt við því, þegar eru ónýtt áform þeirra.
Sumir reiðast eða hreyta ónotum. En Jesús tók vel á móti þeim.
Orði sínu var hann trúr. „Eg er hógvær“. Hann talaði við fólkið
um Guðs ríki og læknaði þá, sem lækningar þurftu við. Þannig fékk
fólkið það, sem það kom til að fá hjá Jesú. Meira var þó í vændum,
eitthvað óvænt.
Lærisveinarnir sáu, að líða tók á daginn. Ætti fólkið að fá mat
og húsaskjól, þurfti það að fara að leggja af stað. Þeir koma til
Jesú og benda honum á þetta.
„Gefið þér þeim að eta.“ Hrukku þeir ekki við, er þeir heyrðu
þessi orð? Þeir segja: „Eigum vér að fara og kaupa brauð fyrir
tvö hundruð denara og gefa þeim að eta?“ Upphæðin, sem þeir
nefndu, hefir verið allt það fé, sem til var í sameiginlegum sjóði
þeirra. Filippus segir, að þetta er ekki einu sinni nóg til þess, að
hver einn fengi lítið eitt af brauði.
Andrés bendir þá á ungmennið, sem er með fimm brauð og tvo
smáfiska. „En hvað er þetta handa svo mörgum?“
Drottinn Jesús sinnti ekki þessum fortölum. Fólkið var látið
setjast niður. Lærisveinarnir, sem sáu enga leið til að metta mann-
fjöldann, urðu önnum kafnir við unaðslegt verk, að seðja hina