Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 166
166
NORÐURLJÓSIÐ
viá
Arnarvatn.
í tjaldstað
Jón ætlaði snemma af stað. Fóru þeir mr. Gook og Jón inn í tjaldið.
Sofnaði Jón brátt og svaf hraustlega. Illa gekk mr. Gook að sofna,
um Helga man ég ekki.
Veður var hið fegursta, nóttin björt sem dagur væri. Þokubakkar
lágu yfir vesturfjöllum, en komu aldrei austur á heiðina til okkar.
Svali var þó nokkur, meðfram vegna náttfalls. Veitti ég því þá at-
hygli, að hesturinn einn virtist vera að fá hrossasótt. Vissi ég þess
dæmi, að hestum hafði batnað hún, ef þeim hitnaði vel. Tók ég það
til bragðs, að ég elti hestinn, sem var í hafti, fram og aftur um
eyrina, þar sem hestarnir voru, unz honum hafði hitnað svo, að
sjúkdómseinkennin hurfu. Bar ekki á honum eftir það.
Um morguninn skildu leiðir. Jón reið norður heiðar, en við upp
á Arnarvatnshæðir. Var þarna glöggur vegur, varðaður og víða
ruddur nokkuð vel á Svarthæð. Mr. Gook tók að demba á undan
okkur Helga. Tók ég að óttast, að hann riði framhjá sæluhúsinu við
Skammá. Varð honum náð með naumindum áður en hann gerði
það. Ekki skyldi haldið lengra þennan dag.
Þarna slógum við tjaldinu norðan við sæluhússhólinn. Er þar
slétt flöt. Kom þá til okkar maður, er kvaðst heita Ogmundur Sig-
urðsson. Það nafn var mér kunnugt. Hann hafði verið fylgdarmað-
ur dr. Þorvalds Thoroddsens, er hann fór um fjöll og byggðir fs-
lands, og hann var nú skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði.