Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 83
NORÐURLJÓSIÐ
83
5. James verður ástfanginn.
Nýja gleðin hennar Völdu var djúp og varanleg. Hún var einnig
augljós, svo að innan sólarhrings hafði hún sagt frá afturhvarfi
sínu.
„Jæja, ég segi það nú hara,“ var allt, sem frú Larner sagði, er
dóttir hennar hafði lokið máli sínu. Hún reyndi ekki að látast skilj a
það, sem Valda hafði sagt. En hún elskaði börnin sín á sinn hátt,
og að sjá óánægju dóttur sinnar snúast í gleði, var henni léttir. Svo
mikill léttir, að ekki var hægt að andmæla eða gagnrýna.
Tveimur kvöldum eftir afturhvarf sitt fór Valda að ræða við
James um Noru. „Ég veit við sögðum, að þetta væri þangað til, að
hún hefði fengið sér annan dvalarstað,11 sagði hún og leit á bróður
sinn biðjandi augum. „En gæti hún ekki verið kyrr? Þú hlýtur að
kannast við, að hún hefir ekki valdið neinni fyrirhöfn.“
„Ég veit, að hún hefir ekki valdið neinni fyrirhöfn, eins og þú
orðar það,“ sagði hann seinlega, „en. . . . “
,,'Hún hefir valdið einhverjum miklum mismun, sem ég get ekki
skýrt,“ greip systir hans fram í.
„Hún hefir valdið breytingu á þér,“ sagði hann hugsandi.
„Ég er orðin sannkristin.“
„Þú hefir alltaf verið sannkristin.“
„Nei, ég hefi ekki verið það. Enginn fæðist sannkristinn, James.
Það er ákvörðun, sem við verðum öll að taka sjálf. Það er ekki ytri
sýning góðs lífernis, heldur gott líferni hið innra líka. Það er að
biðja og gera Guðs vilja og að hjálpa öðrum. En framar öllu er
það trú, alger trú á honum, sem skapaði okkur.“
„Hljómar svo, að lífernið þurfi að samsvara. Við skulum sjá,
hvort það verður hjá þér.“
„Með Guðs hjálp verður það,“ svaraði hún með lotningu.
Stutt þögn varð. Þá spurði hún: „Hvernig verður með Noru?“
„Vill hún vera kyrr?“
„Því er erfitt að svara með vissu. Ég held hún vilji það, en hún
vill ekki troða sér sér inn hjá okkur.“
„Líklega er bezt, að ég tali við hana áður en við tökum nokkra
ákvörðun.“
„Það verður líklega bezt. Ég skal sjá, hvort hún er í önnum.“