Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
eru fölsk og óguðleg. Ef þú ert ekki í hjónabandi, breyttu þá ekki
eins og þú værir í hjónabandi. Ætlir þú ekki að giftast, breyttu þá
ekki eins og þú ætlir að ganga í hjónaband. 011 ástaratlot, sem ekki
er einlægni á bak við, eru spillt og hættuleg.
2. Varðveittu gullnu regluna, sem Frelsarinn gaf í Matt. 7. 12.:
„Allt, sem þér því viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér
og þeim gera, því að þetta er lögmálið og spámennirnir.“ — Þegar
piltur og stúlka kjassast og kveikja kynfýsnir, þá eru þau komin á
veginn, sem liggur til saurlifnaðar. Þau ættu að minnast þess, að
öðrum stendur ekki á sama um, hvað þau aðhafast. Stúlkan á bróð-
ur, Ungi maður, breytir þú rétt gagnvart þessum kristna bróður?
Vilt þú, að aðrir fari með systur þína eins og þú ert að fara með
systur annars manns? Stúlkan á föður og móður, sem þykir mjög
vænt um hana. Líklega mundu þau verða mjög hrygg, ef þau vissu,
að fætur dóttur þeirra standa á barmi saurlifnaðarins. Þegar þú
sjálfur eignast dóttur, langar þig til, að farið verði með hana eins
og þú ert að fara með dóttur annars manns?
Meira er þó í húfi. Stúlkan, sem þú sýnir blíðuhót, býst við að
giftast. Ein'hvers staðar er maðurinn, sem á að verða eiginmaður
hennar. Hvernig mun honum líða, er hann fréttir, hvernig þú leyfð-
ir þér að haga þér við stúlkuna, sem verður brúður hans? Hvað
finnst þér um stúlkuna, sem þú vonast til, að verði konan þín? Væri
þér alveg sama, þótt hún kæmi notuð til þín, þegar aðrir karlmenn
hefðu faðmað hana og kysst, þuklað líkama hennar, kveikt ástríður
hennar og leitt hana fram á barm eða yfir barm saurlifnaðarins?
Les þetta nokkur maður, sem vill ekki eignast hreina mey að brúði?
Eg hefi spurt hundruð ungra manna þessarar spurningar. Aldrei hefi
ég fyrirfundið ungan mann, sem vill heldur, að aðrir menn hefðu
kjassað hana, faðmað og kveikt ástríður hennar.
Ungi maður, ef þú breytir þannig við stúlku, sem annar maður
mun kvænast, að þú vildir ekki, að þannig væri breytt við væntan-
lega brúði þína, þá heldur þú ekki gullnu regluna. Þú hefir rangt
við. Þú syndgar mjög alvarlega gegn manni, — jafnvel þótt þú vitir
ekki, hver hann er — sem mundi hafa rétt til þess að kalla á Guð
að refsa þér fyrir synd þína.
Unga mær, þú ættir að halda gullnu regluna líka. Breyttu ekki
þannig við væntanlegan eiginmann annarrar stúlku, að þú viljir ekki,
að þannig væri breytt við væntanlegan eiginmann þinn.