Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 16
16
NORÐURLJÓSIÐ
Ég segi, að blíðuatlot eigi að vera fögur og blessuð. Þau ætt-u að
koma frá hjartanu. Þau ættu aldrei að leiða okkur út í eitthvað
rangt, heldur auðga okkur, gera okkur sælli og styrkja okkur til
að gera rétt.
Þar sem tilætlunin er, að ástaratlot séu heilög og fögur, ættu
þau að varðveitast sem aðrir heilagir hlutir. Sagan af Lot drukkn-
um, sem framdi sifjaspell með dætrum sínum tveimur, sýnir, að
ástaratlot geta orðið til smánar, þegar vínið brýtur varnarvegg
föðurástar. Sagan af Ammon og ást hans og hvernig hann smánaði
hálfsystur sína, Tamar, (2 Sam. 13. 1.—14.), ihún sýnir, hvernig
þarf að vera gætni á meðal systkina til að forðast freistni og synd.
ÁSTIR OG ATLOT EIGINMANNS OG EIGINKONU.
Biblían dregur upp fagra mynd af hreinni og heilagri ást milli
hjóna. Ljóðaljóðin eru saga brúðguma og brúðar. Ég held, að bókin
sýni í myndum elsku Krists til safnaðar síns og safnaðarins til
Krists. En ljóðin sýna vissulega einnig ást, hrifningu og sameigin-
lega gleði ungra hjóna, sem ástin hefir leitt til hjúskapar. í Ljóða-
ljóðum Salómós getur sérhver brúðgumi fundið eitthvað af heil-
ögum fögnuði sínum yfir fegurð líkama brúðar sinnar og sætleika
þess, að hún gefur sig honum. Brúðguminn í Ljóðaljóðunum kemst
þannig að orði:
„Já, fögur ertu, vina mín, já, fögur ertu; augu þín eru dúfuaugu
út um skýluraufina. Hár þitt er eins og geitahjörð, sem rennur
niður Gíleað-fjall. Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum
ám, sem koma af sundi, sem allar eru tvílembdar og engin lamblaus
meðal þeirra. Varir þínar eru eins og skarlatsband og munnur þinn
yndislegur. Þunnvangi þinn er eins og kinn á granatepli út um
skýluraufina. Háls þinn er eins og Davíðsturn, reistur fyrir her-
numin vopn. Þúsund skildir hanga á honum, allar törgur kapp-
anna .... Öll ertu fögur, vina mín, og á þér eru engin lýti.“ (Ljóða-
ljóðin 4. 1.—4,7.).
Og enn segir brúðguminn:
„Hversu fagrir eru fætur þínir í skónum, þú höfðingjadóttir.
Avali mjaðma þinna er eins og hálsmen, handaverk listasmiðs, skaut
þitt kringlótt skál, er eigi má skorta vínblönduna, kviður þinn hveiti-
bingur, kringsettur Iiljum, brjóst þín eins og tveir rádýrskálfar,