Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 185
NORÐURLJÓSIÐ
185
ingagjafa trúboSsins: peningum og notuðum frímerkjum. í pening-
um bárust um 14.000 'krónur og talsvert af notuðum frímerkjum.
Þakkar trúboðið gefendunum mjög vel fyrir gjafirnar, og læt ég
þakkirnar hér með halda áfram til þeirra, sem gjafirnar sendu. Lík-
ur benda til, að meiri gjafir berist á þessu ári. Er það vel, að sem
fiestir skilji nauðsyn þess að styrkja hendur þeirra, sem dreifa vilja
heilögu orði Guðs út til hungraðra hjartna, sem ef til vill eiga ekki
neitt af orðum heilagrar ritningar, nema eitt eða tvö lítil rit frá SGM.
Þau eru sálum þeirra það, sem móðurmjólkin er nýfæddu barni.
(1. Pét. 2. 2.) S. G. J.
Er gátan nm uppruna lífsins ráðin?
í þættinum „Frá útlöndum“, sem útvarpið flutti 23. marz sl., var
sagt frá frönskum manni. Nafn hans heyrðist mér vera „Monó“.
Hann hefir sett sér það markmið að leysa gátu uppruna lífsins.
Hafi ég tekið rétt eftir, er niðurstaða hans sú: að lífið eigi sér
engan uppruna, engan skapara. Það hafi orðið til af tilviljun.
Telur þessi franski maður, að þetta sé sama og endalok kristin-
dómsins, það er að segja í augum allra hugsandi, menntaðra
manna.
En er það víst?
Lífið hér á jörðu er geysilega víðtækt og tekur á sig margar
myndir, sýnilegar og ósýnilegar. Þess vegna hlýtur að vera frjálst
að spyrja: Ef þetta allt varð til af tilviljun, er sjálfskapað, getum
við nefnt það, má þá ekki hugsa sér alveg eins, að Guð sé til sem
hið sjálfskapaða líf, er gefið hafi öllu öðru líf? Við hvað átti
Kristur, ef ekki þetta, þegar hann sagði: „Faðirinn hefir líf í sjálf-
um sér“? (Jóh. 5. 26.) Á einfaldari hátt verður það ekki orðað,
að enginn skapaði Guð eða gaf honum líf.
Sumir munu minnast þess, er þau Ben Gurion og kona hans
heimsóttu fsland. Einhverjum þótti frúin vera vantrúuð í meira
lagi. Hún speglaði vantrú þjóðar sinnar, sem þó fékk mikið áfall,
er ísrael sigraði í sex daga stríðinu og endurheimti Jerúsalem. En
Guð sá þessa vantrú fyrir. Hann hefir gert ráðstafanir til að lækna
þessa vantrú. í biblíunni býður hann ísrael sannanir fyrir tilveru
sinni.