Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 187
NORÐURLJÓSIÐ
187
ekki risinn upp frá dauðum, þá gætu slík kraftaverk ekki gerzt, né
mörg önnur, sem gerð eru í nafni hans.
Sœmundur G. Jóhannesson.
Itænarefni
„Ég vil biðja með (í) anda, en ég vil einnig biðja með skilningi.“
(1. Kor. 14. 15.)
Þeir, sem vilja biðja með skibiingi fyrir „verki Drottins“ víða
um heim, geta stuðzt við það, sem kemur hér.
Við biðjum, að Guð vilji gefa okkur meiri tíma og tilhneigingu
til að biðja, að við beitum aga við okkur sjálf, svo að við verðum
bænar-hermenn.
I heiminum eru alls staðar „lokaðar dyr“. Við skulum biðja stöð-
ugt, að Guð gefi tækifæri til vitnisburðar, sem opni þessar dyr.
Bænir okkar eiga að beinast að sunnudagaskólum og æskulýðs-
starfi og starfsmönnum þar.
Trúboðum mæta margvíslegar freistingar. Við biðjum að Guð
sjái þeim fyrir stöðugum sigri í þeim.
Trúboðar verða að hætta vegna elli eða vanheilsu. Við biðjum,
að Guð gefi þeim heit hjörtu og vakandi huga.
Útbreiðsla kristilegra bókmennta þarfnast trúrra fyrirbiðjenda.
Við beinum fyrirbæn að boðun fagnaðarerindisins með prentuðu
máli.
Læknatrúboð víðs vegar um heim býður fólki í Jesú nafni lækn-
ingu og huggun í þrautum. Læknar, hjúkrunarkonur og annað
starfslið þarfnast fyrirbænar.
Stjórnaskipti og hugsjónastríð meðal heimsins barna skapa vand-
ræði þeim, sem boða fagnaðarerindið. Við biðjum Guð að gefa
þeim skarpa, andlega sjón og skilning.
Sumarbúðastarf nær til þúsunda æskufóiks. Við biðjum Guð um
áhrifamikla starfsmenn, vekjandi verkefni og gerbreytt mannlíf.
Hugrekki og hæfileika þarf til að ganga inn um dyr, sem opnast.
Við biðjum Guð, að hann veki upp fólk, helgað honum, til að ganga
inn, þegar hann opnar dyr.
Freistumst við til að treysta á vizku okkar eða kraft til að veita