Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 40
40
NORÐURLJ ÓSIÐ
Ævintýri
Margt gerist í mannheimum furðulegt, og einnig í heimi ævin-
týra. — Einu sinni voru tvær kanínur í skógi, önnur hvít, hin grá.
Leiddist henni litur sinn, leit á sig smáum augum og óskaði þess, að
hún væri hvít og falleg eins og hin. í skógi þessum hjó álfur nokkur.
Eitt sinn fór hann á skemmtigöngu. Þá vildi honum óhapp til. Hann
datt ofan í dý og gat ekki komizt upp úr. Æpti hann og hrópaði á
hjálp. Kanínurnar runnu á ópin. Er þær sáu álfinn, tjáði hvíta kan-
ínan honum samúð sína, en kvaðst ekki geta hjálpað honum, það
mundi óhreinka thana, og óhrein vildi hún ekki verða með nokkru
móti. — Gráa kanínan kenndi mjög í brjósti um álfinn. Átti hún að
voga að snerta hann til þess að hjálpa honum? „Sjálfsagt ber hann
mig, ef ég dreg hann upp úr. En ég get ekki látið hann farast 'hér.“
Á þessa leið hugsaði hún. Kærleikurinn knúði hana, og hún dró álf-
inn upp úr dýinu. En í stað þess að reiðast henni, eins og hún bjóst
við, kyssti hann beint á snjáldrið á henni, og um leið varð hún
mjallahvít.
Á þessa leið var ævintýrið, sem hann Jón Sigurðsson, síðar yfir-
kennari í Reykjavík, las í áheyrn minni, er ég var í Kennaraskólan-
um í Reykjavík. Boðskapinn: við hljótum blessun sjálf, er við hjálp-
um öðrum af kærleika og óeigingirni, skildi ég að nokkru leyti, og
sagan litla hefir stundum komið mér til að reyna að gera öðrum
greiða, þótt ég þættist viss um, að þakkirnar yrðu litlar eða engar.
Koss álfsins breytti lit kanínunnar. En hún hélt áfram að vera
kanína samt. — Kærleiksríkir menn geta hjálpað öðrum, læknað
sjúka, reist drykkjufólk við. En það er aðeins Drottinn Jesús, sem
getur endurfætt manninn, gefið honum Guðs-eðlið, sem hann á ekki
og eignast ekki, nema hann endurfæðist við það, að veita Kristi við-
töku: „Ollum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn,“ og hann sagði sjálfur: „Enginn getur séð Guðs ríki,
nema hann endurfæðist.“ Það er ekki nóg að skipta um lit, breytni.
Nýtt eðli er það, sem maðurinn þarfnast. — Hefir þú endurfæðzt?
Ef ekki, þá er það alvarlegt mál, eins og orð Drottins Jesú hafa sýnt
okkur. — Veittu honum viðtöku sem Drottni þínum og frelsara. —
Dragðu það ekki. Gerðu það í dag. Gerðu það NÚ. — S. G. J.