Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 127
NORÐURLJ ÓSIÐ
127
Davíðs, þá fól hann í ákalli sínu getuleysi sitt og trú sína á kærleika,
mátt ög meðaumkun Jesú frá Nazaret!
Þegar Guð gaf Paul Gunn mæli trúar hans, þá tók það um hálfa
mínútu þá trú að koma því til vegar fyrir kraft Guðs, að líkami hans
varð alheill af krabbameini.
Athugasemd. — Saga þessi er dálítið stytt á köflum og líka á
stöku stöðum lauslega þýdd. — Lesendur eru beðnir að athuga
gaumgæfilega það, sem ungfrú Kuhlman segir um trú í þessari sögu
og hinni hér á undan. — Ritstj.
Yfirlýsing konungsins
Jakob I. Bretakonungur var umdeildur maður, sem títt er um þá,
ei sitja í valdastóli. Hinrik 4. konungur í Frakklandi, sagði, „að
hann væri vitrasti heimskingi kristninnar.“ Hve vitur hann var, sést
af neðanskráðum orðum hans:
„Þér borgarar, ef þér eigið til nokkra blygðunartilfinningu, eða
ótta við svívirðing eftir í brjósti yðar, leggið þá til hliðar notkun
tóbaks, smánar ávana, sem byrjar af yfirsjón, en haldið við af
heimsku.
Tóbakið er efni, sem er andstyggilegt sjóninni, óþægilegt lykt-
inni, skaðvænt heilanum, skaðsamlegt lungunum, og svört reykský
þess líkjast næstum hryllilegum straumum helvítis.“
Síðan konungur sendi þessa aðvörun þegnum sínum, eru liðin
366 ár. Á þeim tíma ritaði brezkur maður: „Á legsteini margra
presta stendur: „Dó Drottni sínum“, en það ætti að standa þar:
„Drap sig á reykingum“. Nú er komið svo, að Alþingi íslands og
þing Bandaríkjanna hafa skipað svo fyrir, að á sérhverjum vindl-
ingapakka standi orð á þessa leið: „Aðvörun: Vindlinga reykingar
geta haft skaðleg áhrif á heilsu yðar.“
Jakob konungur var þarna vitrari samtíð sinni. Reynslan hefir
sannað réttmæti orða hans og ákvarðana þinganna. Aðvörun þess-
ari ættu menn að gefa gaum. Reykið ekki! Hættið, meðan tími er
61! Langar ykkur í lungnakrabba, sbr. söguna af Paul Gunn?
(Megnið af þessu ofanskráða er úr „The Sword of the Lord“.
Jfilí 1966).